Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 44
42
MÚLAÞING
ber 1883: „Jóhann á Ormarsstöðum hjer að sjóða niður kjöt fyrir mig.“
Við sjáum á því, sem hér hefur verið upp talið að Jóhann hefur fengist
við ýmsar handiðnir um dagana, auk þess að vera þaulvanur öllum
búskaparstörfum. Sá grunur læðist þó að manni, að hann hafi ekki
kært sig um að fást við búskap. Hann lést 11. nóv. 1889 og er þá talinn
ekkjumaður á Ormarsstöðum. Árið áður var hann í Meðalnesi hjá
Sigríði móðursystur sinni. Hann hafði eignast tvo syni eftir að hann
missti konu sína. Verður nú gerð grein fyrir þeim börnum hans, sem
upp komust.
Anna Jóhannsdóttir ólst upp á Skriðuklaustri, fyrst hjá Sigfúsi (6425)
Stefánssyni og Jóhönnu Jörgensdóttur Kjerúlf. Jóhanna lést árið 1892
og eftir það er Anna áfram á Klaustri hjá Halldóri Benediktssyni og
Arnbjörgu Sigfúsdóttur frænku sinni, sem var dóttir Sigfúsar Stefáns-
sonar og Jóhönnu. Anna giftist Jóni Jónassyni á Bessastöðum og bjuggu
þau þar frá 1901 til 1937 er Jón andaðist. Hún bjó áfram með börnum
sínum til ársins 1943. Jón og Anna eignuðust 19 börn, 5 dóu innan
fermingaraldurs en 14 komust til fullorðinsára, oft nefnd Bessastaða-
systkinin og eru fjögur á lífi, þegar þetta er ritað (í nóv. 1985). Anna
lést árið 1954. Eldri sonur Jóhanns Frímanns hét Einar Sveinn Frímann
f. 7. des. árið 1883. Móðir hans hét Elín Katrín Einarsdóttir Snjólfsson-
ar (2396). Var vinnukona á Ormarsstöðum a. m. k. 1881 - 1882. Hún
var fædd 30. júlí 1861 en lést 22. des. 1883, hálfum mánuði eftir fæðingu
drengsins. Hann ólst upp hjá ömmusystur sinni, Sigríði Magnúsdóttur,
sem þá var flutt frá Hamborg að Geitagerði og giftist þar síðari manni
sínum, Páli Sigmundssyni. Þaðan fluttust þau að Meðalnesi í Fellum
og þar var Jóhann Frímann samvistum við son sinn síðasta veturinn
sem hann lifði. Sigríður og Páll fluttust svo að Mýnesi og þar mun
Einar Sveinn hafa alist upp. Hann lauk kennaraprófi árið 1910, fékkst
nokkuð við kennslu og var síðast lengi í Neskaupstað. Kona hans hét
Brynhildur Jónsdóttir og áttu þau fimm börn. Einar Sveinn Frímann
lést 4. apríl 1940 (sjá Kennaratal).
Yngri sonur Jóhanns Frímanns hét Sigurður, f. 22. jan. 1886. Móðir
hans hét Guðrún (1277) Sigurðardóttir og er skráð á Ormarsstöðum í
sóknarmannatali árið 1887 með son sinn ársgamlan. Eftir 1890 varð
hún ráðskona hjá Oddi Hildibrandssyni, sem áður hafði búið í Meðal-
nesi. Bjuggu þau á Miðhúsaseli í Fellum. Oddur (1392) lést 15. mars
1896 en fæddist 1. mars 1823. Guðrún og hann eignuðust son saman.
Hét hann Guðfinnur og var ráðsmaður hjá Þóreyju Brynjólfsdóttur á
Skeggjastöðum í Fellum frá árinu 1928 til 1956. Guðfinnur lést 79 ára