Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 221
MÚLAÞING
219
1. Sigurður leggur til, að í stað línanna
25. að ofan, frá og með orðinu austursíðunni
og að málsgreinaskilum í 31. línu (Berufirði
1950) komi eftirfarandi, óbreytt upphaf inn-
an []:
[Frá áðurnefndum vegamótum var lagn-
ingu Austurlandsvegar haldið áfram með]
brúun Skammadalsár 1940, brúarsmiður
Sigurður Björnsson. Jafnframt var hafin
vegargerð 1938 frá Berunesi út eftir Beru-
fjarðarströnd, en þá var vegur lagður frá
Berunesi út að Karlsstöðum, verkstjóri Gísli
Guðmundsson frá Djúpavogi. Árið eftir var
lagður vegur frá Karlsstöðum til Steinaborg-
ar, þá undir verkstjórn Guðmundar Eiríks-
sonar. Frá Steinaborg 1940 að Krossá, verk-
stjóri Björn Jónsson Starmýri.
Krossá var brúuð 1944, yfirsmiður Jónas
Gíslason, en það var fyrsta brúin sem hann
vann við sem yfirsmiður.
Árið 1941 var lagður vegur frá Krossá út
fyrir Kross, við þann vegarspotta var Guð-
mundur Eiríksson verkstjóri, en árið eftir
var haldið áfram út að Núpshálsi. Þá var
Hjálmar Guðmundsson verkstjóri og var
hann það næstu árin. Haldið var áfram aust-
ur á bóginn 1943 á móts við vegavinnuflokk
úr Breiðdalnum og mættust flokkarnir í
Stigabotni vestan við Streiti.
Þá var lagður vegur frá Berunesi inn í
Þiljuvallahöfn 1944 og jafnframt voru hafn-
ar vikulegar áætlunarferðir yfir sumartím-
ann frá Reyðarfirði til Þiljuvallahafnar. Vél-
báturinn Nonni var notaður til að ferja fólk
yfir fjörðinn til Djúpavogs. Vegafram-
kvæmdum var haldið áfram fyrir fjörðinn
og er þeim framkvæmdum lokið að mestu
1952. [Allur þessi vegur . . .]
2. Einnig leggur Sigurður til breytingu á
bls. 45 frá 10. línu að ofan frá og með orðinu
nokkuð og að málsgreinaskilum í 14. línu
að ofan (að ganga):
[Gísli Guðmundssson símstöðvarstjóri á
Djúpavogi fékkst] við verkstjórn á þessum
árum, en laust eftir aldamótin, um 1907, var
byggður upp vegur frá bænum Teigarhorni
inn að Búlandsá og var sá vegur notaður
sem bílvegur með lagfæringum allt til 1970.
Þessu verki stjórnaði Guðjón H. Helgason
frá Laxnesi, faðir Halldórs Laxness. Hann
var einnig verkstjóri við veginn á Eyvindar-
nesi á Urðarteigslandi, en sá vegur var einn-
ig notaður sem bílvegur.
3. Sigurður telur að Jónas Gíslason hafi
verið verkstjóri við byggingu brúarinnar á
Geithellnaá 1974, en ekki Haukur Karlsson.
(Bls. 46, 3. lína að neðan).