Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 165
múlaþing
163
eg eftir að kvæðabækur voru í miklu uppáhaldi og höfundar þeirra
mikils virtir, t. d. Þorsteinn Erlingsson, Jónas Hallgrímsson, Steingrím-
ur, Matthías, Kristján Fjallaskáld, Stephan G. og Davíð. Allir þessir
menn og fleiri voru átrúnaðargoð fólksins. Menn lærðu kvæði þeirra
og eg man til þess að bækur þeirra voru fengnar að láni, og þá lögðu
menn á sig að skrifa upp kvæði til þess að þau væru til á heimilinu.
Slík uppskrift frá Parti komst í mínar hendur. Fólkið lærði þessi kvæði
og fór mikið með þau.
Einnig var mikið dálæti á sagnaskáldskap. Jón Thoroddsen þótti hið
besta skáld og sömuleiðis Jón Trausti. Halldóri Kiljan var aftur á móti
ekki hampað og Þórbergur naut takmarkaðrar hylli. Bréf til Fáru þótti
hin versta bók, en menn höfðu þó gaman af ýmsu eftir Þórberg. Krist-
manni var tekið með nokkrum fyrirvara, þótti varla við barna hæfi og
að ýmsu leyti slæmur. Pósturinn, Jón Björnsson í Miðbæ, lánaði Sand-
víkingum bækur hans, en Jón var stjúpfaðir Kristmanns. Eitthvað barst
yfir Sandvíkurskarð af blöðum og tímaritum, ísafold, Tíminn, búnað-
arrit o. fl.
Jóhannes fóstri minn var einn af fáum sem pældu í fingrarími. Eg
held hann hafi verið nokkuð vel að sér í því, hann fann út tunglkomur,
páska og hvítasunnu o. fl. Hann átti bók um fingrarím.1)
Voru hagmœltir menn í Sandvík?
Það held eg að ekki hafi verið, a. m. k. er mér ekki kunnugt um
það, en það var smekkur fyrir kveðskap og hann hafður mikið um
hönd. Kannski hefur það orðið orsök til þess boðorðs fóstra míns og
sem hann lagði ríkt á við okkur að halda, það var að tala sem hreinast
mál. Eg veit nú ekki hvernig svipurinn hefði orðið á gamla manninum
ef hann hefði heyrt okkur tala um eitthvað fríkað eða spælt. Mér er
ekki örgrannt um að málkenndin hafi stafað frá þessum kvæðalestri
sem hafður var um hönd. Bækur þá voru miklu vandaðri hvað þetta
snerti en margt af því bókarusli, liggur mér við að segja, sem nú er
haft um hönd. Ætli ljóðabókalesturinn hafi ekki glætt málvitundina,
svo að hún varð meiri hjá fólkinu en nú er með allt þetta blaðarusl
sem lesið er - en þó ásamt góðum bókum auðvitað.
Það hefur verið málrœktarstefna ríkjandi þarna?
Já, að þessu leyti var það, og þegar maður hugsar til þess núna eftir
öll þessi ár þykir manni vænt um þetta. Eg held menn hafi lært mikið
af þessu.
') Hefur sennilega verið bókin Dactilismus Ecclesasticus eður fingrarím, sem prentuð var
og útgefin í Kaupmannahöfn 1838 eftir útgáfu frá 1739.