Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 75
MÚLAÞING
73
deildin sé þriðjungur alls pöntunarfélagsins (sjá tilvitnun frá 11. nóv.).
Þess verður ekki dulist að samheldnin í Fljótsdalsdeildinni varð til þess
að samvinnusamtök Héraðsmanna voru bláþráðalaus frá byrjun og eru
enn, þrátt fyrir áföll af völdum náttúru, erlendra viðskipta, tveggja
heimsstyrjalda, mannlegrar vantrúar og samkeppni.
A árinu 1892 varð pöntunarfélagið fyrir tveimur alvarlegum áföllum.
Hið fyrra var um vorið, þegar skriða hljóp á hús þess á Búðareyri.
Síðara og erfiðara áfallið var verðfall á sauðfé því, sem flutt var til
Englands, ásamt strangara mati, svo að menn voru gerðir afturreka
með sumt af fénu, sem var ætíð vegið áður en farið var af stað með
það. Verðfallið nam fjórðungi eða sem svaraði ágóðanum sem annars
hefði orðið af sauðasölunni.
Félaginu bættust tveir góðir liðsmenn um og eftir 1890. Hafa þeir
báðir verið nefndir til sögu í dagbókum Sæbjarnar Egilssonar. Fessir
menn voru Snorri (10000) Wium, verslunarmaður á Seyðisfirði, uppal-
inn þar og á Héraði, flestum hnútum kunnugur og þekktur drengskapar-
maður, hafði verið afhendingarstjóri félagsins eitt ár, þegar hér var
komið sögu og kominn í aðalstjórn þess. Hinn manninn hefur Sæbjörn
aðeins einu sinni minnst á, í tilvitnuninni frá 24. febrúar árið 1892,
þegar tillögur voru samdar að nýjum félagslögum. Þessi maður var síra
Einar (1731) Jónsson, sem varð prestur á Kirkjubæ í Tungu árið 1889
en hafði áður þjónað 10 ár í Skagafirði. Var ættaður af Héraði og
uppalinn á Stóra-Steinsvaði. Hann samdi ritverkið „Ættir Austfirð-
inga,“ sem oft er vitnað til í þessari samantekt, þegar nýjum persónum
bregður fyrir. Hans biðu nú fyrr en varði stór verkefni í þágu Pönt-
unarfjelags Hjeraðsmanna.
Flettum nú yfir á blöð næsta árs í dagbókum Sæbj arnar Egilssonar.
20. febrúar 1893: „Reikningar komu. Verð á sauðum í pöntun til
jafnaðar 10,70 kr. og geldum ám 5 kr. minna. Skyndilegt verðfall á
breskum markaði varð þetta haust en úr því rættist næsta ár.“
30. júní: „Stamford kom með pöntunarfjelagsvörur 27. þ. m.“
18. júlí: „Þorvarður læknir lagðist á Seyðisfirði hættulega veikur af
blóðspýju 13. þ. m. Til hans voru komnir á sunnud. Árni læknir af
Vopnafirði, sem gufuskipið „Ernst“ sótti þangað og Zeuthen læknir
af Eskifirði. Þá á sunnudag var mjög tvísýnt um líf Þorvarðar.“
28. júlí: „Þorvarður læknir andaðist á Seyðisfirði 25. þ. m.“ (26. er
rétt).
5. ágúst: „Jarðarför Þorvarðar læknis að Ási - fjöldi fólks. - Síra
Guttormur á Stöð og sr. Einar Vigfússon fluttu ræður.“