Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Page 88
86
MÚLAÞING
skrá um útistandandi skuldir félagsins: a) hjá fiskibændum á Seyðisfirði,
b) hjá öðrum fjarðamönnum, c) skuldir félagsmanna sjálfra. Skyldi
skráin samin sem fyrst og send L. Zöllner.
Skuldaskráin var lögð fram á stjórnarfundi á Eiðum 16. október og
send deildarstjórum „með áskorun um að menn borguðu yfir höfuð betur
en orðið er.“ Gert var yfirlit yfir viðskiptin við Zöllner í ár en gat eigi
orðið nákvæmt, líklegt þó að skuldin við hann vaxi ekki en minnki lítið.“
Aðalfundur 1902 var haldinn á Egilsstöðum 2. desember. Þar vantaði
deildarstjóra Vallahrepps „og var álitið að Grímsá mundi hindra, er
talin var ófær vegna vatnavaxta.“ Gefið var „lauslegt yfirlit yfir fjárhag
fjelagsins nú, sem sýndi að skuldin við L. Zöllner mundi nú vera 45000
- 50000 kr., að inneignir manna í félaginu hefðu minnkað talsvert og
að skuldir manna hefðu einnig minnkað.“ Benedikt H. Sigmundsson
lagði fram skýrslu um þær skuldir, sem náðst hefðu inn í reikninga
félagsins, að upphæð 3461,23 kr. og að 15521 kr. mundu vera að mestu
leyti ófáanlegar.
„Þá las formaður upp brjef, sem farið höfðu milli stjórnarnefndar
fjelagsins og umboðsmanns þess, L. Zöllners, um verð og gæði á út-
lendu vörunum og um ástæður fjelagsins. Afleiðingin af þessum brjefa-
skiptum hefur orðið sú, að umboðsmaðurinn hefur sagt upp störfum
sínum fyrir fjelagið.“
Jón Stefánsson var kosinn til utanfarar að útvega ný viðskipti og
formaðurinn var beðinn um að fara og reyna að semja við Zöllner.
Sr. Einar kvaðst ekki geta gefið ákveðið svar strax. Verð á vörum voru
áætluð svipuð og áður og síst betri á sauðfjárafurðum og samþykkt að
panta til söludeildar næsta ár fyrir allt að 20000 kr. Stjórn og afhend-
ingarmaður voru endurkjörnir en Guttormur Vigfússon og Sigurður í
Mjóanesi kosnir endurskoðendur. Jón Jónsson verslunarfulltrúi hreyfði
útflutningi á kældu kjöti og byggingu sláturhúss á Seyðisfirði. Fundur-
inn ályktaði „að koma upp slátrunarhúsi á Seyðisfirði til að geta flutt
út kælt kjöt, svo framarlega sem verulegur styrkur fæst annars staðar
frá, auk hins fyrirhugaða styrks frá Búnaðarfjelagi ísl. og úr landssjóði
og kostnaður sá, sem umfram verður, þá er hæfileg áætlun um allan
kostnaðinn er fengin, reynist eigi fjelaginu ofvaxinn.“ Lýst var vilja
fundarmanna til að borga skuld við Zöllner og honum vottað þakklæti
fyrir mikilvæg störf í þágu félagsins. „Fundurinn telur það óhapp fyrir
fjelagið að hann skyldi svo skjótt hætta þessum störfum sínum.“ „Úti-
standandi skuldir skal krefja inn á næsta ári svo sem framast verður
og samningar leyfa og tryggja þær allar.“