Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1988, Síða 202
200
MÚLAÞING
og varla fyrir þá sem voru vel efnum búnir og jafnvel áttu inni. Fyrir
unga menn var það sálkitlandi að standa frammi fyrir kaupmanninum
í þeim erindagjörðum. Þessir menn höfðu í huga konu og bújörð með
láns- og leigukjörum, en skorti peninga til að komast í gang.
En þarna stóð „andanæfurinn“ í kúnni, eins og maður einn sagði,
sem var að byrja að læra ensku og flestir munu hafa farið bónleiðir til
búðar.
Eftir lýsingu á búðinni mundu einhverjir freistast til að halda, að
sumir hefðu afgreitt sig sjálfir þótt sjálfsafgreiðsla hefði þá ekki enn
stungið upp höfðinu. Sjálfsagt var þetta hægt en ekki fór sá orðrómur
hátt. Þó var hvíslað á þökum uppi um einstaka menn. Það var þó
meira í gamni en alvöru.
Kannski mætti líka vitna til þess hugsunarháttar, sem lengi hefur í
landi legið og ef til vill ekki að ósekju, að sú synd væri annars eðlis
að misgrípa sig hjá kaupmanni en öðrum. Og segja má að væru þessi
grip framin af snilld var ekki lögð þúst á slíka menn.
Einn mann þekkti eg, sem mest líktist „Gottsvin gamla.“ - Maður
þessi snaraðist einu sinni inn í Framtíðina og sagði við búðarmanninn:
„Heyrðu vinur, nú vantar mig eiginlega góð stígvél í haustvolkinu.“
„Hér höfum við príma stígvél" og krækti ein niður úr loftinu.
Hinn fór í stígvélin og hreyfði sig úr stað. „Já, þessi passa mér og
virðast ágæt. Tek þau samt ekki fyrr en eg fer.“
Ös var í búðinni og margt kallaði að. „Eg fer þá úr þeim og bind
þau saman,“ kallaði hann til búðarmannsins og snaraðist út á stígvél-
unum.
Aðalrúsínan var samt eftir. Snemma um veturinn barst versluninni
svohljóðandi bréf: „Eg lagði nú upp á leðurskónum því færð var slæm.
Þegar heim kom tók eg eftir að mig vantaði stígvélaræflana mína, sem
eg hélt eg hefði stungið niður. Nú hafa þau varla týnst á leiðinni, svo
eg hlýt að hafa gleymt þeim í skotinu þar sem eg er vanur að hafa
farangur minn. Ef þið rekist á þau tekur bréfberinn þau.“ Stígvélin
fékk hann með skilum.
Aðra „kómedíu“ lék hann einu sinni í Framtíðinni:
Það var kauptíð, og vinurinn gekk á fund Sigurðar og ætlaði að fá
hjá honum dálítið af peningum. Sigurður seildist til flöskunnar sem
stóð við skrifborðið nær þar sem vinurinn sat. Hellt var á staup og
stungið út og síðan bar vinurinn upp erindi sitt, en þar var fast fyrir,
enda beiðandi enginn bógur. Svarið var því nei og hinn stóð upp,
kvaddi og gekk til dyra. Þegar hann hafði opnað er eins og hann ranki