Þjóðmál - 01.09.2009, Page 9

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 9
 Þjóðmál HAUST 2009 7 Átímum Baugsmálsins var Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og samstarfs- fólki hennar í Samfylkingunni tamt að tala um „andrúmsloftið“ í þjóðfélaginu, þar sem stórfyrirtæki væru dregin í dilka, sum væru í náð stjórnvalda, þó einkum Davíðs Oddssonar, önnur í ónáð . Ingibjörg Sólrún taldi Baugsmálið sprottið úr þessum jarðvegi og hefði verið rannsakað í samræmi við það . Hún sagði Davíð hafa gefið til kynna, að fyrirtækjum væri „stjórnað af skúrkum þar sem eitthvað óhreint viðgengst“ . Allan tíma Baugsmálsins, frá hausti 2002 fram í júní 2008, var því haldið fram að Baugs mönn um og málsvörum þeirra á stjórn mála vettvangi og í fjölmiðlum, að mála ferli gegn þeim væru öðrum þræði rekin af pólitískum hvötum . Innan Sjálf- stæðisflokks ins væru ill öfl, sem talsmenn Baugs manna nefna gjarnan núna „náhirð Dav íðs“, og vildu þau hlut Baugs, Kaup- þings, Jóns Ólafssonar og fleiri fyrirtækja og athafna manna sem minnstan . Ingibjörg Sólrún leiddi Samfylkinguna til átaka við Sjálfstæðisflokkinn á þessum grunni og hóf þá sókn með Borgarnesræð u - nni svonefndu 10 . febrúar 2003 við upp haf þingkosningabaráttunnar þá um vor ið . Hún sagði Davíð og sjálfstæðismenn hafa gefið út „veiðileyfi“ á einstök fyrirtæki . Ingibjörg Sólrún varð formaður Sam- fylk ingarinnar vorið 2005 og í formannstíð hennar naut Samfylkingin góðs stuðnings allra stærstu banka landsins og fyrirtækja eins og kom fram í frétt Önundar Páls Ragn- arssonar í Morgunblaðinu 30 . maí 2009 um fjárstuðning til Samfylkingarinnar árið 2006 . Námu svonefndir háir styrkir, það er yfir 500 þúsund kr ., til Samfylkingarinnar á því eina ári 73,2 milljónum króna . Kaup- þing var stærst með 10 m . kr ., Landsbanki og FL Group 8 m . kr . hvort félag, Glitnir og Actavis 5,5 m . hvort, Dagsbrún og Baugur 5 m .kr . hvort, Exista og Ker 3 m . kr . hvort og Eykt 2,5 m . kr . Til viðbótar þessu eru síðan lægri styrkir, sem nema samtals 30 .124 .000 kr . Aflaði Samfylkingin samkvæmt þessu um 103 m . kr . í styrki árið 2006 . Önundur Páll segir að lokum: „Segja má að félög sem veittu samanlagða styrki upp á 25 milljónir króna til Sam fylk- ingarinnar árið 2006 tengist Jóni Ásgeiri Af vettvangi stjórnmálanna _____________ Björn Bjarnason Baugur, ESB, Icesave og þöggunin

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.