Þjóðmál - 01.09.2009, Side 15

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 15
 Þjóðmál HAUST 2009 13 vildi greinilega breyta Framsóknarflokknum talsvert mikið .“ Meðal annars af þessum ástæðum fór fljótlega að grassera óánægja meðal al- mennra flokksmanna . Þeir voru óánægðir með stefnu flokksins, sem þeim fannst orðinn of hægrisinnaður undir stjórn Hall- dórs og í stjórnarsamstarfinu með Sjálf- stæðis flokknum . Síðan bættist við harður ágreiningur um stefnu flokks ins í Evrópu- málum . Fljótlega upp úr alda mót unu m má segja að ólga og vax andi inn anflokksátök hafi einkennt Fram sókn ar flokkinn . „Framsóknarflokkurinn stóð lengst af fyr ir andstöðu við Evrópusambandsaðild . Klofn ing urinn í EES-málinu braut flokk- inn og breytti honum . Flokkurinn var árum saman barinn innan og utan af um ræðum um Evrópu sambandsmál þó svo að Halldór setti ESB-aðild aldrei á oddinn í stjórn- ar mynd un arviðræðum við Davíð Odds- son . En Hall dór Ásgrímsson og hópur í kringum hann var með Evrópusam band ið á heil anum . Samt myndaði hann ríkis stjórn- ir með Sjálfstæðisflokknum 1995, 1999 og 2003 án þess að Evrópusambandsaðild kæm ist á dagskrá! Hann tók ekki einu sinni boði Össurar Skarphéðinssonar um að verða for sætis ráðherra 2003 en þar hefði gefist færi á að láta reyna á þetta hugðarefni hans og kratanna . Auðvitað er það svo að flokksræðið nánast í öllum íslensku stjórnmálaflokkunum hefur þróast yfir í ofurvald foringjans og klíkunnar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.