Þjóðmál - 01.09.2009, Page 18

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 18
16 Þjóðmál HAUST 2009 og nýjan mann . Þess vegna sigraði Sigmundur Davíð með sinni glæsilegu framgöngu á flokksþinginu sjálfu og mér finnst að sjaldan hafi jafn sterkur og ungur maður stokkið fullskapaður inn í stjórn- málin .“ Var það eitthvað sem gerðist á miðstjórn- ar fundinum sjálfum sem varð þess vald andi að þú tókst þessa afdrifaríku ákvörð un að segja af þér öllum að óvörum? „Já, auðvitað fann ég að mikil og ný átök voru í uppsiglingu og það voru átök við mig sem formann . Það var vissulega sérkennilegt að sjá hvað búið var að æsa upp margt ágætt fólk í neikvæðri umræðu . Þegar ég hafði flutt setningarræðu fundarins var búið að raða þrjátíu manns á mælendaskrá, án þess að mælendaskráin hefði verið formlega opn uð . Þetta var allt skipulagt . Og ég sá í hendi mér að þessi eyðileggingarstarfsemi myndi ganga af flokknum dauðum enda var hann þannig staddur að hann þoldi engin átök . Ég var búinn að vera á þriðja áratug í pólitík og ekkert að vanbúnaði að hætta . Með því að hverfa alveg af vettvangi skap- aði ég nauðsynlegan þrýsting á grasrótina að taka til sinna ráða .“ Ráðfærðir þú þig við einhvern? „Ég ráðfærði mig bara við mína konu og mína fjölskyldu .“ Engan innan flokksins? „Nei . Ég sagði þó Steingrími Her manns- syni vini mínum frá því .“ Þannig að þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti líka gagnvart þeim sem gerst þóttu vita um gang mála í Fram- sóknarflokknum? „Já .“ En hefðir þú nú ekki viljað fá tækifæri til að leiða flokkinn í kosningunum? „Ég átti ekki kost á að gera það í friði og þá var það betur ógert . Ég hef alltaf tekið hags muni Framsóknarflokksins fram yfir mína eigin .“ Hver urðu viðbrögð þíns nánasta fólks í Framsóknarflokknum?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.