Þjóðmál - 01.09.2009, Page 27

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 27
 Þjóðmál HAUST 2009 25 til Evrópusambandsins . Þeir voru gerðir afturreka og ályktun fundarins var fremur snautleg en tiltölulega skýr . „Hagsmunum Íslands er best borgið utan ESB,“ stóð þar . Ekkert meira en heldur ekkert minna . Starfsstjórn Samfylkingar og Vg hafði eðli málsins samkvæmt ekkert annað á dag- skrá sinni en að bregðast við aðsteðjandi vanda veturinn og vorið 2009 . Engum blandaðist hugur um að Samfylkingin myndi gera umsókn að Evrópusambandinu að höfuðmáli fyrir kosningar og gekk það fram . Formaður Vg þurfti að skapa sér möguleika að semja við Samfylkinguna og líkindi að hann hafi átt viðræður um málið við forystumenn þar á bæ . Á lands- fundi var Árni Þór enn gerður út af örk inni og honum tókst að fá eftirfarandi sam þykkt um Evrópumál . Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins . Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Ís- lands og sambandsins . Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæða- greiðslu . Landsfundur telur mikilvægt að fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu fái rækilega umræðu og að hliðsjón verði höfð af væntanlegum stjórnarskrárbreytingum og hvað eðlilegt getur talist þegar af- drifaríkar ákvarðanir eru teknar um fram- sal og fullveldi . Textann er hægt að klippa til og fá út að landsfundurinn hafi opnað á að leggja inn aðildarumsókn til Evrópusambandsins . Þegar Steingrímur J . reyndi að afsaka svik flokksins við hornstein róttækra vinstri- stjórnmála alla lýðveldissöguna snyrti hann textann svona til, í bréfi til flokksmanna 17 . júlí: Þannig er þessi niðurstaða vel samrýman- leg landsfundarályktun í mars síðastliðn- um sem lögð var fram í kjölfar mikils starfs innan flokksins sem allir flokksmenn gátu tekið þátt í: Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur nú sem fyrr að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins . Sjálfsagt er og brýnt að fram fari opin og lýðræðisleg umræða um samskipti Íslands og sambandsins . Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðar- atkvæðagreiðslu . Vissulega voru uppi hugmyndir um að leiða málið til lykta á annan hátt og mörgum innan okkar raða er það óljúft að standa yfir höfuð að nokkurri hreyfingu málsins í þessa átt . Ég dreg enga dul á að þetta mál hefur verið erfitt fyrir mig eins og okkur öll enda hefur flokkurinn frá upphafi tekið afstöðu gegn aðild Íslands að sambandinu . Þessi leið varð hins vegar niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna við Samfylkinguna Steingrímur J . veit upp á sig klækja-pólitíkina og vill dreifa ábyrgð inni á flokksmenn . Ekki aðeins fórnaði hann stefnuyfirlýsingunni um að Ísland stæði utan Evrópusambandsins heldur líka varnaglanum um þjóðaratkvæðagreiðslu . Til að þjóðaratkvæðagreiðsla verði bind- andi þarf að breyta stjórnarskrá og þar með boða til kosninga . Sitjandi ríkisstjórn ætlar sér framhjá þeirri hindrun með því að hafa þjóðar atkvæðagreiðsluna ráðgefandi . Orð Steingríms J . afhjúpa að hann lagði drög að svikunum löngu fyrir stjórn ar-

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.