Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 31

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 31
 Þjóðmál HAUST 2009 29 ólánssama forstjóra og stjórnarformann FL-Group . Er það gert með því að vísa til stutt ara legrar umfjöllunar Jóns um verð- bréfa fyrirtækið Burnham International á Íslandi, en þar sátu Hannes og Bjarni í stjórn, allt til þess tíma er fyrirtækið fór á haus inn . Jón og Þorvaldur hafa þó ekki fyrir því að nefna að fyrirtækið hafi keyrt í þrot, heldur er því aðeins haldið til haga að það hafi „misst starfsleyfið .“ Finnst þeim þar engu skipta að starfsleyfið var afturkallað af þeirri einföldu ástæðu að fyrirtækið lenti í rekstrarerfiðleikum og eiginfjárhlutfall þess fór undir þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til slíkra fyrirtækja . Ætlar Þorvaldur að halda því fram að það sé í sjálfu sér glæpsam- legt, eða vafasamt, að hafa setið í stjórn félags sem lendir í erfiðleikum vegna aðstæðna á markaði? Umfjöllun Þorvaldar um þessa bók snýr nær eingöngu að umfjöllun Jóns um fyrrnefnt félag (bls . 18) en tekur í engu á öðrum þeim atriðum í bókinni sem þó má telja mun áhugaverðari . Hví skyldi það vera? Ætli það sé vegna þess að þar sé best hægt að koma höggi á flokkinn og þá menn sem Þorvaldi er mest í nöp við? Gjallarhorn útrásarinnar Þorvaldur fjallar í nokkrum orðum um bók Þorkels Sigurlaugssonar sem út kom hjá Bókafélaginu Uglu snemma sumars og segir hana vera „af öðrum toga af kápunni að dæma“ en hinar bækurnar sem hann fjallar um . Það er rétt hjá Þorvaldi en hann hafði reyndar aðeins kápuna til að dæma um það því hann viðurkennir sjálfur að hafa ekki lesið umfjöllunarefni sitt . Maður veltir því fyrir sér hvers vegna hann ákveður að gera hana að sérstöku umfjöllunarefni í grein sinni . Það skýrist hins vegar í setningunni sem á eftir fylgir því þar segir hann með smekklausum hætti, og vísar þar til höfundar: „þar fjallar eitt hvellasta gjallarhorn útrásarinnar um endurreisn efnahagslífsins og bætt viðskiptasiðferði“ . Mörgum hefur blöskrað hvernig Þorvald- ur vegur þarna að Þorkatli, enda hefur sá síðarnefndi aldrei talað með þeim hætti að hann verðskuldi nafngiftina „hvellasta gjallarhorn útrásarinnar“ . Enda kemur í ljós að Þorvaldur rökstyður í engu þessar dylgjur sínar . Það verður svo reyndar að teljast nokkuð skondið að hann skuli velja þeim manni þetta viðurnefni, sem einmitt vék úr starfi hjá rótgrónasta fjárfestinga fé lagi landsins þegar það var tekið yfir af helstu útrásarvíkingum þjóðarinnar . Þorvaldi er í raun ekki stætt á öðru en að skýra þessi ummæli sín betur, ella biðjast afsök unar á því sem hann hefur sagt í þessa veru! Þá hefði Þorvaldur eflaust haft gott af því að lesa bók Þorkels, enda er hún af mörgum Fleirum en greinarhöfundi blöskruðu skrif Þorvalds Gylfasonar um bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðarsýn . Margeir Pétursson tók m .a . upp hanskann fyrir Þorkel í grein í Fréttablaðinu .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.