Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 45

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 45
 Þjóðmál HAUST 2009 43 menn hallist upp til hópa að svipuðum skilningi á frelsi og Benjamin Constant tengdi við nútímann og Bentham lýsti svo að hindrun eða tálmi væri ekki til staðar . Með greiningu sinni skipar Kristján sér í raðir þeirra sem hugsa á þessum nótum og fágar og fullkomnar skilgreiningu á félagslegu frelsi sem fjarveru hindrana af ákveðnu tagi, þ .e . hindrana sem aðrir bera siðferðilega ábyrgð á . Til að skýra þessa kenningu má taka sem dæmi að ef veiðimaður á norðurslóðum býr við fátækt vegna þess að illviðri hamla veiðum þá er hann bara óheppinn en enginn hefur skert frelsi hans . En ef þeim sem selja loðskinn er hótað öllu illu og hann kemur afurðum sínum ekki í verð vegna þess, þá bera aðrir ábyrgð á að hann býr við slæm kjör og getur þar af leiðandi ekki gert ýmislegt sem honum ella væri kleift . Í slíku tilviki er frelsi hans skert . Fátækt og ýmisleg önnur bágindi geta samkvæmt þessu ýmist falið í sér frelsisskerðingu eða ekki, allt eftir því hvort aðrir menn bera siðferðilega ábyrgð á óláninu eða ekki . Hindranir sem skerða frelsi manns geta verið af fjölmörgu tagi og stafað bæði af beinum aðgerðum annarra og aðgerðaleysi, enda bera menn oft ábyrgð á því sem þeir láta ógert ekki síður en því sem þeir gera . Að einhverjir beri siðferðilega ábyrgð á hindrun jafngildir því að sjálfsögðu ekki að hindrunin sé ranglát eða óréttlætanleg . Ef lögreglan handjárnar mann eða læsir inni í fangaklefa þá er frelsi hans skert með athöfnum sem lögreglan ber ábyrgð á . En hafi viðkomandi til dæmis skaðað aðra menn eða ógnað þeim þá kann athæfi lögreglunnar að vera réttmætt . Að bera siðferðilega ábyrgð á verknaði jafngildir ekki sekt nema umræddur verknaður sé illur eða óréttlætanlegur . Social Freedom: The Responsibility View er merkilegt framlag til stjórnmálaheimspeki . En síðan sú bók kom út hefur Kristján fremur lítið fengist við þá grein heimspekinnar Kristján Kristjánsson heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.