Þjóðmál - 01.09.2009, Side 46

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 46
44 Þjóðmál HAUST 2009 en haldið sig að mestu við siðfræði og heimspeki menntunar . * Í Justifying Emotions: Pride and Jealousy, sem út kom árið 2002, fjallar Kristján um geðshræringar . Umfjöllun hans byggist á kenningu sem á ensku eru kölluð the cogn­ itive model of emotions og mætti kalla vits­ munakenningu um geðshræringar á íslensku .6 Samkvæmt henni eru geðshræringar eins og reiði, þakklæti, afbrýðisemi og samúð ekki aðgreindar frá vitsmunum manna, skoðunum og hugsunum heldur samofnar þeim . Raunar fela geðshræringar ævinlega í sér einhvers konar skoðun, hugsun eða viðhorf . Það er til dæmis engin leið að vera þakklátur manni nema hafa þá skoðun eða hugsa þá hugsun að hann hafi gert eitthvað gott og varla get ég verið afbrýðisamur nema álíta að öðrum manni sé veitt eitthvað sem mér sjálfum ber eða á skilið að fá . Með þessari kenningu er því ekki hafnað að geðshræringar séu meira en einberar skoðanir eða hugsanir . Þær fela að jafnaði líka í sér tilfinningu og löngun eða hneigð til að breyta með tilteknum hætti . Þakkæti fylgir til dæmis löngun eða hneigð til að umbuna þeim sem þakklætið beinist að . Hér hef ég reynt að skýra í örstuttu máli þann fræðilega bakgrunn sem Kristján byggir á í Justifying Emotions . Rökfærslan í bókinni snýst um að verja geðshræringar sem oft eru taldar neikvæðar, eins og afbrýðisemi, gegn ásökunum um að þær séu siðferðilega ámælisverðar, óskynsamlegar eða eitthvað þaðan af verra . Vissulega geta geðshræringar verið óskynsamlegar og gengið út í alls konar öfgar og þetta hefur fengið suma til að álíta að best sé að útrýma öllum „neikvæðum“ 6 Kristján notar þetta orðalag í áðurnefndri grein sinni um geðshræringar í ritgerðasafninu Af tvennu illu . geðshræringum eins og t .d . reiði og afbrýðisemi . En á reiði ekki stundum rétt á sér? Er sá sem ekki finnur til neinnar reiði þegar hann sér lítilmagna misþyrmt, eða saklausan hafðan fyrir rangri sök, ekki mannleysa og gauð? Er ekki réttara að álasa slíkum manni fyrir skapleysi en hrósa honum fyrir skapstillingu? Ef einhver reiðist í hæfilegum mæli og undir kringumstæðum þar sem reiði á við, þá er reiðin ekki ámælisverð heldur hluti af því að vera heill og sannur maður . Sama telur Kristján að eigi við um afbrýðisemi . Láti maður allt yfir sig ganga og finni hann ekki til neinnar afbrýðisemi þótt annar fái til dæmis hrós sem honum ber, þá vantar eitthvað á að hann hafi þá sjálfsvirðingu sem þarf til að bera höfuðið hátt og lifa sem jafningi annarra . Kenning Kristjáns í Justifying Emotions dregur um margt dám af Siðfræði Níkomakk­ osar eftir Aristóteles enda er sú gamla bók enn höfuðrit í heimspekilegri siðfræði og hafa áhrif hennar mjög farið vaxandi upp á síðkastið . Skrif Kristjáns um siðfræði eru hluti af þróun innan siðfræði undanfarinna ára þar sem menn leita í auknum mæli til Aristótelesar og taka það upp frá honum að skoða siðferði sem afleiðingu af mannlegu eðli fremur en sem kröfur um að fólk lifi öðru vísi en því er náttúrulegt . Í samræmi við þetta eru viðhorf Kristjáns til siðferðilegra álitamála afar jarðbundin og hann gengur jafnvel nokkuð lengra en flestir fylgismenn Aristótelesar á seinni tímum í því að tengja heimspekilega siðfræði við raunveruleika mannlífsins, því hann hikar ekki við að nýta niðurstöður nýlegra rannsókna í sálfræði og félagsvísindum til að rökstyðja niðurstöður um siðferðileg efni . Þriðja bókin sem Kristján sendi frá sér á ensku heitir Justice and Desert­Based

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.