Þjóðmál - 01.09.2009, Page 47

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 47
 Þjóðmál HAUST 2009 45 Emotions og kom út árið 2006 . Þessi bók fjallar um réttlæti sem siðferðilega dygð og er afar merkilegt innlegg í heimspekilega um ræðu þar sem viðhorf í anda Aristótele sar eru varin af mikilli þekkingu og rökfimi . Til að átta sig á mikilvægi þessarar bókar þarf lesandi að hafa í huga að síðan A Theory of Justice eftir John Rawls kom út árið 1971 hefur heimspekileg umræða um réttlæti annars vegar einkennst af rökfræðilegum loftfimleikum þar sem menn lýsa réttlætishugtakinu með mjög flóknum kenningum og hins vegar af áherslu á að réttlæti sé einkenni samfélags fremur en einstaklinga . Kristján vísar hvoru tveggja á bug og fjallar um réttlæti og réttlætiskennd í ljósi venjulegra geðshræringa sem kvikna þegar mönnum finnst eitthvað vera annað hvort verðskuldað eða óverðskuldað . Hann nýtir sér sálfræðilegar rannsóknir á þessum geðshræringum og rökstyður að réttlæti byggist, eins og Aristóteles og fleiri siðfræðingar fornaldar sögðu, fyrst og fremst á jarðbundum hversdagslegum þankagangi sem á sér djúpar ræður í sálarlífi fólks . Samkvæmt kenningu hans er undirstaða alls réttlætis tilhneiging manna til að gleðjast eða fagna þegar sá sem hefur gert öðrum illt fær makleg málagjöld og sá sem hefur lagt eitthvað á sig til að gagnast öðrum fær umbun, og sambærileg hneigð til að hryggjast eða reiðast þegar skúrkum vegnar vel eða góðir menn verða fyrir mótlæti eða njóta ekki sannmælis . Nýjasta bók Kristjáns heitir Aristotle, Emotions, and Education . Hún kom út árið 2007 . Þessi bók fjallar um tíu bábiljur sem oft er haldið fram um siðfræði Aristótelesar . Jafnframt því sem Kristján leiðréttir ýmislegt sem sagt hefur verið um þessa fornu speki, einkum í skrifum um uppeldis og menntamál, reynir hann að sýna fram á að þeir sem móta skóla- og menntastefnu fyrir börn nútímans geti margt lært af Aristótelesi . Á næsta ári er væntanleg enn ein bók sem mun heita The Self and Its Emotions . Í henni heldur Kristján áfram rannsóknum á tengslum siðferðis og geðshræringa en undir nýju sjónarhorni þar sem meginefni bókarinnar er sjálfið – hver er kjarni einstaklingsins – um hvaða miðju hverfist það líf sem er mitt eigið? Undanfarin ár hafa margir heimspekingar og félagsvísindamenn lýst sjálfinu sem það sé fyrst og fremst sjálfsmynd eða hugmyndir manns og skoðanir um sig sjálfan . Samkvæmt þessum hugmyndum, sem Kristján andmælir, fer það hvað maður er inn við beinið einkum eftir því hvað hann heldur eða álítur að hann sé . Gegn þessum viðteknu hugmyndum tefl ir Kristján þeirri kenningu að kjarni manns - ins sé tilfinningalíf hans og geðshræringar . Ein afleiðing af þessari kenningu er að menn hafa ekki sjálfdæmi um hverjir þeir eru og þeim getur skjátlast um sitt eigið sjálf, því sálfræðileg sannindi um geðshrær ingar þeirra eru hlutlæg sannindi en ekki eitt hvað sem hver og einn getur spunnið að vild sinni . * Kristján Kristjánsson er afar afkasta mik ill höfundur . Hann er einn örfárra ís lenskra fræðimanna sem eru forystu í alþjóð- legu fræða samfélagi . Verk hans skipta máli fyrir heilan fræðaheim, þ .e . sið- fræði, stjórn málaheimspeki og heim speki mennt unar . Hann kemur víða við í rit um sínum en eigi að nefna eitthvað eitt sem tengir skrif hans og gengur eins og rauður þráður í gegn um þau flest þá er það áhuginn á menntun, siðferðilegu uppeldi og félagsmótun . Þessi áhugi skín alls stað- ar í gegn svo jafnvel langar rökfærslur og margflókin greining á hugtökum hafa jarð samband – tengsl við hversdagslegt mann líf .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.