Þjóðmál - 01.09.2009, Side 51

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 51
 Þjóðmál HAUST 2009 49 stjórnarinnar og verðskuldi meiri frama . Sumir vestrænir kunnáttumenn hafa þannig haldið því fram að 4–5% muni vera nær réttu lagi . En jafnvel hagvöxtur af þeirri stærðargráðu er slíkur að ríki í okkar heimshluta – þ . á m . við sjálf – eru stolt ef þau ná þvílíkum árangri . Efnahagsmáttur Kína og ábyrg efna- hagsstefna komu vel í ljós í Asíukrepp- unni undir lok aldarinnar sem leið . Þá reyndust Kínverjar kjölfesta, sem kom í veg fyrir að afleiðingar kreppunnar yrðu miklu alvar legri en raunin varð . Þetta gerðu Kínverjar ekki án fórna . Óumdeilt er t .d . að fastgengis stefnan sem kínverska stjórnin hélt uppi, meðan gengi sumra grannríkjanna snarlækk aði, veikti til muna samkeppnisstöðu kín verskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum . Sóknin inn í sveitirnar hafin Sóknin inn í sveitirnar, sem Deng Xiaoping sá fyrir sér, er hafin . Sagt er að mill jarð amæringar séu fleiri í Kína en Japan – og kínverskir milljónamæringar í Bandaríkjadölum talið voru undir lok ársins 2006 taldir vera fleiri en nemur fjölda Íslendinga . Þegar á árinu 2004 hafði nær fimmtungur kínversku þjóðarinnar náð því að kallast millistétt og var spáð að nálægt helmingi fleiri næðu því marki um 2020 . Tekjur þessa fólks nálguðst þá um hálfa milljón ísl . króna á ári . Úti í sveitunum eru Hin nýja ásýnd Kína . Mynd frá Beijing .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.