Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 54

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 54
52 Þjóðmál HAUST 2009 Utanríkis- og hermál Kína Út frá sögulegri upprifjun í inngangi þess ar- ar greinar er vert að huga í lokin lítið eitt að utanríkis- og hermálum Kína . Hvað er þar að gerast og hvernig ber að bregðast við? Eins og með flestum öðrum þjóðum felst hermálastefna Kína í því að fækka hermönnum en efla herinn að nýtísku tækni . Tækniframfarir almennt hafa verið umtalsverðar hjá Kínverjum . Kemur það m .a . fram í vaxandi framleiðslu margskonar tæknivara af fullkomnum gerðum . Einnig og ekki síður í því að þeir hafa þegar sent mann út í geiminn og tekið stefnu á mánann . Kínverjar hafa um árabil lagt mikið kapp á samstarf við aðrar þjóðir, bæði þær stærri og minni, – ekki síst til að laða að tækniþekkingu og fjárfestingar sem hraðað geta efnahagsuppbyggingu í landinu . Engin merki er lengur um útþenslu stefnu kommúnismans sem ógn stóð af heldur situr efnahagsuppbyggingin heima fyrir í algjöru fyrirrúmi . Kínverskir ráða menn útiloka hins vegar ekki valdbeit ingu, ef nauðsyn krefji, til þess að hindra að Tævan, sem þeir líta á sem hluta kín verska ríkisins, verði endanlega skilið frá Kína í stað þess að sameinast megin land inu með virkari hætti . Samstarf milli Tævan og meginlandsins hefur farið batn andi að undanförnu eftir leiðtogaskipti á Tævan . Vestræn afstaða til Kína Sagt er að í Bandaríkjunum séu uppi tvær meginkenningar um afstöðuna sem taka beri til Kína: • Annars vegar þeir sem telja að líta verði á Kína sem óhjákvæmilegan andstæðing – einungis sé tímaspursmál hvenær hættan bresti á . Því beri að leita allra ráða til þess að halda Kínverjum niðri . • Hins vegar þeir sem ekki eru jafn- svartsýnir heldur telja að samstarfið við Kína, sem farið hefur stöðugt batnandi og aukist eftir að landið tók að opnast, geti haldið áfram að eflast – til hagsbóta fyrir alla – og átt sinn þátt í að treysta friðsamlega heims þróun og aukna farsæld . Við mat á þessum tveimur viðhorfum er áhugavert að líta til þróunarinnar í Evrópu eftir heimsstyrjaldirnar tvær á öldinni sem leið . Í friðarsamningunum eftir þá fyrri var allt kapp lagt á að setja fótinn fyrir Þjóðverja og hindra uppgang þeirra . Öll vitum við hvaða áhrif þetta hafði . Eftir síðari heimsstyrjöldina var þveröfugt farið að, tekið upp náið samstarf um uppbyggingu og framfarir . Með því að flétta saman hagsmuni og treysta á alla lund samvinnu þeirra sem áður létu vopnin tala hefur tekist að leggja grunn að tryggara friði ásamt meiri framförum og velsæld en nokkru sinni fyrr . Eftir þau kynni sem ég hef haft af Kína og Kínverjum með 5 ára búsetu í landinu þykja mér góðar forsendur fyrir Vesturlönd til að fylgja fremur síðari formúlunni í samskiptum við þetta fjölmennasta ríki veraldar . Hin held ég raunar að væri dæmd til að mistakast . Ég tel að rétti tíminn til að byggja upp alhliða tengsl við Kína sé núna – meðan Kínverjar þurfa á öðrum að halda til þess að ná markmiðum sínum – en ekki þegar þeir hafa náð yfirburðunum sem þeim er spáð . Höfundur var sendiherra í Peking frá mars 1998 til ársloka 2002 . Greinin er að stofni til byggð á erindum sem hann flutti nokkru eftir heimkomu sína .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.