Þjóðmál - 01.09.2009, Side 60

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 60
58 Þjóðmál HAUST 2009 eftir hvarf Agöthu) og atvikin endurspegli aðeins lauslega atvik úr ævi Agöthu . Hún heldur því fram að bókin sé ekki saga um fyrra hjónaband Agöthu Christie, en ef til vill hafi hún aldrei komist nær því að skrifa þá sögu í leynilögreglusögum sínum en einmitt í þessari bók – lesandinn finni fyrir nálægð við höfundinn . „Five Little Pigs er meistaralega skrifuð bók: hvatirnar sem fram koma eru flóknar og samtvinnaðar og lausn málsins svíkur svo sannarlega engan,“ segir Laura Thompson . Þess má geta að Agatha og Archibald áttu einnig unga dóttur – eins og Amyas og Caroline – þegar þau skildu . Rosalind, dóttir Agöthu og Archibalds fæddist árið 1919 og lést árið 2004 . Hver og einn lesandi bókarinnar verður hins vegar að gera það upp við sig, hvort og þá að hve miklu leyti sagan endurspeglar tilfinningar Agöthu Christie á þessu erfiða tímabili í ævi hennar . Þess má til gamans geta að talið er að Agatha Christie hafi byggt sögusvið bókarinnar, Alderbury, á Greenway House í Devon á suðurströnd Englands, en húsið keypti hún ásamt síðari eiginmanni sínum, Sir Max Mallowan . Greenway House var opnað almenningi eftir miklar endurbætur nú fyrr á þessu ári . Heimildir: Agatha Christie A to Z: The Essential Reference to Her Life and Writings. Dawn B . Sova . Facts on File, 1996 . Agatha Christie: An English Mystery . Laura Thompson . Headline Review, 2007 . The Life and Crimes of Agatha Christie. Charles Osborne . HarperCollinsPub lishers, 1999 . www.nationaltrust.org.uk Greinarhöfundur hefur á undanförnum árum þýtt 14 af bókum Agöthu Christie á íslensku . Í haust er væntanleg þýðing hans á einni þekktustu bók Agöthu, Minning um morð, sem ekki hefur komið áður út á íslensku .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.