Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 65

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 65
 Þjóðmál HAUST 2009 63 mis jöfnum gerðum skoðanabræðra sinna og -systra í komm ún istaríkjunum? Eru þeir samsekir þeim, ýmist vitorðs menn eða sekir um víta vert gáleysi? Ef glæpsamlegt er að vera nasisti, er þá ekki líka glæpsamlegt að vera kommúnisti? Í því sambandi má minna á, að hvort tveggja, vitorð með glæpum og vítavert gáleysi, er ætíð siðferðisbrot og stundum lögbrot, og Íslendingar eru ekki aðeins í Evrópuráðinu, heldur hafa þeir gerst aðilar að alþjóðasamþykktum, sem beinast gegn stríðsglæpum, glæpum gegn friði og glæpum gegn mannkyni .7 Hér á landi starfaði öflug kommúnistahreyfing, sem fyrst varð vart við vet urinn 1918–1919, en gekk fram í kommúni sta flokki 1930–1938, hafði undirtökin í Sós íal istaflokknum 1938–1968 7 T . d . hafa Íslendingar skuldbundið sig með lögum nr . 49, 9 . maí 1994, til að aðstoða alþjóðadómstól Sameinuðu þjóðanna um stríðsglæpi í Júgóslavíu fyrrverandi . og veruleg ítök í Alþýðubandalaginu allt til loka þess 1998 . Auðvitað dettur engum í hug að leiða gamla íslenska kommúnista fyrir rétt fremur en gamla íslenska nasista . Þetta er sið ferði legt úrlausnarefni, ekki verkefni dómstóla . En eðlilegt er í ljósi ályktunar Evrópu ráðsins frá 2006 að velta fyrir sér ábyrgð og jafnvel samsekt þeirra íslensku kommúnista, sem studdu beint og óbeint stjórnir kommúnistaríkjanna . Hér verða lögð fram gögn um, að íslenskir kommúnistar hafi iðulega beitt ofbeldi í því skyni að ná markmiðum sínum (og með því gerst brotlegir við lög), að forystumenn þeirra hafi tekið við fyrirmælum og fjárhagslegum stuðningi frá einræðisríkjum kommúnista, að sumir helstu talsmenn þeirra hafi vitað af kúguninni í þessum ríkjum og að þeir kommúnistar, sem ekki vissu af henni, hafi getað vitað af henni, því að nægar upplýs- ingar voru aðgengilegar um hana . Fara má fljótt yfir sögu um það ofbeldi, sem íslenskir kommúnistar gripu stundum til . Fyrst var Drengsmálið 23 . nóvember 1921, eftir að Ólafur Friðriksson neitaði að hlýða yfirvöldum um að senda úr landi erlendan pilt með smitsjúkdóm . Safnaði hann liði sér til fulltingis, og varð landstjórnin að sækja piltinn með valdi úr höndum Ólafs og stuðningsmanna hans . Hlutu Ólafur og fjórir aðstoðarmenn hans dóma í Hæstarétti fyrir brot sín .8 Næst má nefna róstur á bæjarstjórnarfundi í Gúttó 30 . desember 1930, þegar kommúnistar réðust á lögeglu, sem gætti hússins . Þrír óróaseggjanna voru handteknir þremur dögum síðar, og hugðust kommúnistar samkvæmt skýrslu, sem gerð var úti í Moskvu, sækja þá með valdi í Hegningarhúsið, en hurfu frá, eftir að lögreglu hafði borist njósn af fyrirætlun þeirra . Nokkrir lögregluþjónar fengu áverka í þessum átökum, en sex kommúnistar hlutu dóma í Hæstarétti fyrir 8 Hrd. 1920–1924, nr . 10/1922, 277 .–285 . bls . Einar Olgeirsson var formaður Sósíalistaflokksins alla hans tíð, 1938–1968, en flokkurinn bauð fram undir nafni Alþýðubandalagsins frá 1956 . „Við leggjum kommúnistaflokkinn aldrei niður öðru vísi en sem herbragð,“ sagði hann við Benjamín Eiríks- son 1937 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.