Þjóðmál - 01.09.2009, Side 66
64 Þjóðmál HAUST 2009
brot sín .9 Óeirðir urðu aftur við Gúttó 19 .
janúar 1932, þegar kommúnistar reyndu að
hindra, að bæjarfulltrúar kæmust af fundi,
en lögreglu tókst að ryðja þeim braut, og
urðu ekki eftirmál .10 Kommúnistar reyndu
enn að hleypa upp bæjarstjórnarfundi 7 .
júlí 1932, og hafði lögregla betur í viðureign
við þá, en nokkrir lögregluþjónar fengu
áverka . Stofnuðu kommúnistar eftir þetta
„Varnarlið verkalýðsins“, sem þjálfa átti til
átaka . Kommúnistar lögðu á ný til atlögu á
bæjarstjórnarfundi 9 . nóvember 1932 . Varð
að slíta fundinum, en í átökunum fengu
nokkrir lögregluþjónar alvarlega áverka,
sumir varanleg örkuml . „Með tilstyrk Varnar-
liðs verkalýðsins tókst að afvopna lögregl-
una, og nokkrir lögreglumenn særðust alvar-
lega,“ skrifaði Brynjólfur Bjarnason í skýrslu
út til Moskvu .11 Hlaut 21 komm únisti
dóm í Hæstarétti fyrir brot sín 7 . júlí og 9 .
nóvember 1932 .12 Loks skal nefna óeirðirnar
á Austurvelli 30 . mars 1949, þegar Alþingi
samþykkti aðild að Atlantshafsbandalaginu .
Fimm dögum áður hafði málgagn
Sósíalistaflokksins, Þjóðviljinn, skrifað á for-
síðu: „[Þ]egar Bandaríkjalepparnir leggja
hinn nýja landráðasamning fyrir Alþingi,
munu Reykvíkingar tugþúsundum saman
koma og mótmæla til að hindra, að hann
verði gerður .“13 Sex lögregluþjónar meiddust
illa á óeirðunum, en 20 menn hlutu dóma í
9 Hrd. 1932, nr . 4/1932, 605 .–615 . bls . Skýrslan í
Moskvu er birt í heild í ísl . þýð . Jóns Ólafssonar í Kæru
félögum, 257 .–259 . bls . Frásögn hennar er staðfest í
Sigurður Blöndal: „Frá skóla- og baráttuárum kringum
1930,“ Austurland, 20 . árg . 49 . tbl . (jól 1970), 5 . og 7 . bls .
(viðtal við Karl Nikulásson) . Sbr . Ólaf Grím Björnsson:
„Hallgrímur Hallgrímsson,“ Súlur, 32 . árg . 45 . hefti
(2006), 107 . bls .
10 „Stympingar,“ Abl. 20 . janúar 1931; Guðjón B .
Baldvinsson: „Viðureignin á bæjarstjórnarfundinum,“ Abl.
23 . janúar 1932; „Reykvískir kommúnistar láta á sér bæra“,
Mbl. 25 . janúar 1931 .
11 Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern: 495 177 20, 82–86 .
Brynjólfur Bjarnason/Komintern, Rvík 3 . desember 1932 .
12 Hrd. 1935, nr . 153/1934, 358 .–415 . bls .
13 „Ísland frjálst – Burt með hina bandarísku leppstjórn,“
Þjv. 25 . mars 1949 .
Hæstarétti fyrir brot sín .14 Er hér ótalið of-
beldi í vinnudeilum .
4 .
Fræðimenn deildu löngum um eðli kommúnistaflokksins íslenska . Deilu-
efnið var ekki beinlínis, hvort hann hefði
ver ið þjóðlegur verkalýðsflokkur eða hand-
bendi Kremlverja, því að enginn hélt því
fram, að hann hefði aðeins verið annað af
þessu tvennu, heldur að hvaða marki hann
var sjálfstæður flokkur . Gögnin, sem að-
gengi leg urðu í Moskvu, eftir að Ráðstjórn-
ar rík in liðuðust í sundur, skera úr um þetta .
Hann var aðeins sjálfstæður að litlu leyti .
Íslenskir kommúnistar tóku við fyrirmæl-
um frá Moskvu og leituðust eftir megni
við að þjóna hagsmunum Kremlverja . Til
dæmis gerði Alþjóðasamband kommúnista,
Komintern, tvær samþykktir um Ísland
á þriðja áratug, og hlýddu kommúnistar
þeim báðum . Fyrri samþykktin var
sumarið 1924, og áttu kommúnistar eftir
henni ekki að stofna strax eigin flokk,
heldur herða baráttu í verkalýðsfélögum
og innan Alþýðuflokksins .15 Seinni sam-
þykktin var haustið 1928, og þá var lagt
fyrir kommúnista að stofna eigin flokk
sem fyrst .16 Komu nokkrir erindrekar
Kom in terns þessi árin til Íslands til skrafs
og ráðagerða, Olav Vegheim 1924, Hugo
Sillén 1928 og 1930 og þeir Haavard
Langseth, Viggo Hansteen og Harry Levin
14 Hrd. 1952, nr . 62/1950, 190 .–270 . bls.
15 Lbs . án safnmarks . Bs . Einars Olgeirssonar .
„Ályktun fyrir Ísland,“ þýðing Ársæls Sigurðssonar úr
þýsku . Svanur Kristjánsson birtir þýska frumtextann
í „Kommúnistahreyfingin á Íslandi“, Saga, XXII . árg .
(1984), a2 ., 233 .–234 . bls . Hún var birt í ráðstefnuriti
Kominterns 1924, Thesen und Resolutionen des V.
Weltkongresses der kommunistischen Internationale
(Hamburg 1924), 185 .–186 . bls .
16 Jón Ólafsson: Kæru félagar, 39 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b .
495 3 79, 97–106 . „Richtlinien zur Isländischen Frage .“
EKKI, Moskvu, 25 . september 1928 .