Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 69
Þjóðmál HAUST 2009 67
511 .000 kr ., og höfðu þeir Einar Olgeirsson
og Kristinn E . Andrésson milligöngu um
þá .33 Enn fékk Mál og menning háa fjárstyrki
að austan 1968 og 1979, 20 þúsund dali í
hvort skipti, sem Kristinn E . Andrésson sótti
í sendiráð Ráðstjórnarríkjanna í Reykjavík,
hinn síðari 22 . maí 1970 .34 Jafnframt sam-
þykkti miðstjórn kommúnistaflokks Ráð-
stjórnarríkjanna 1972 að setja Kristin E .
Andrésson á sérstök eftirlaun fyrir hans
löngu og dyggu þjónustu .35 Þá fékk Sós íal-
istaflokkurinn fjóra stóra fjárstyrki úr sjóði
kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, 20
þúsund bandaríkjadali 1956, 30 þúsund
1959, 25 þúsund 1963 og 25 þúsund 1966 .
Má ætla, að þessir styrkir tengist þing-
kosningum og hafi leyniþjónustumenn
33 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 162 .–163 . bls .
34 Fréttir Jóns Ólafssonar í Sjónvarpinu 27 . júlí 1992,
sjá „Margar leiðir og sumar illrannsakanlegar,“ Mbl. 3 .
nóvember 1999 .
35 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 183 . bls .
afhent þá Einari Olgeirssyni í sendiráði Ráð-
stjórnarríkjanna í Reykjavík í reiðufé .36
Nægar heimildir eru fyrir „rússagullinu“,
sem íslenskir kommúnistar og sósíal-
istar þrættu ætíð harðlega fyrir . Sá óbeini
stuðningur, sem Einar Olgeirs son viður-
kenndi hins vegar, var síðan veru legur, til
dæmis ferða- og dvalar kostn að ur fjölmargra
Íslendinga til komm ún ista ríkjanna, kostn-
aður af bóka útgáfu og ferðum lista manna til
Íslands og náms kostn aður ungra Íslendinga,
fyrst í bylt ing ar skólum í Ráðstjórnarríkjun-
um fyrir stríð, síðan í ýmsum kommúnist-
aríkj um eftir stríð . Jafnframt er beinn
stuðn ingur áreiðanlega vantalinn fremur en
oftalinn . Langflest gögn um undirróður og
njósnir á vegum Kremlverja eru undir lás
og slá í skjalasöfnum þeirra . Til dæmis segja
íslenskir heimildarmenn, að fyrir stríð hafi
Signe Sillén, eiginkona Hugos Sillén Íslands-
fara, séð um það fyrir leyniþjónustu Kreml-
verja að veita íslenskum kommúnistum
fjárstyrki .37 Eitthvað slíkt kann líka að
hafa gerst eftir stríð, án þess að heimildir
um það séu aðgengilegar . Þá verður að
minna á, að tvær tilraunir flugumanna frá
komm ún istaríkjunum til að fá Íslendinga
til að njósna fyrir sig komust upp, 1962
og 1963 . Báðir aðilar sögðu nei og höfðu
samband við lögreglu .38 Ekki er vitað, hvort
einhverjir og þá hversu margir sögðu já og
höfðu ekki samband við lögreglu . Í skjala-
safni leynilögreglu Austur-Þýskalands, Stasi,
fundust eftir hrun Berlínarmúrsins 1989
gögn um, að Guðmundur Ágústsson, sem var
um skeið formaður Alþýðubandalagsfélags
36 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 172 . bls .
37 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Íslandi (Rvík
1979), 52 .–53 . bls .
38 Skýrsla dómsmálaráðuneytisins 21 . maí 1962, m . a . birt
í Mbl. 22 . maí 1962 . Sbr . „Tékka vísað úr landi . Reyndi
að múta ísl . flugmanni til njósna á Keflavíkurflugvelli“,
Mbl. 22 . maí 1962 . Skýrsla dómsmálaráðuneytisins 26 .
febrúar 1963, m . a . birt í Mbl. 27 . febrúar 1963; „Ferill
einræðisherranna heillar íslenska kommúnistaforingja,“
Mbl. 7 . júní 1963 (viðtal við Ragnar Gunnarsson) .
Kristinn E . Andrésson var formaður Sovétvinafélags-
ins fyrir stríð og gaf Kremlverjum skýrslu í Moskvu
vorið 1940 um stjórnmálaástandið á Íslandi . Hann
gekk alla tíð erinda ráðstjórnarinnar rússnesku af
miklum dugnaði .