Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 69

Þjóðmál - 01.09.2009, Síða 69
 Þjóðmál HAUST 2009 67 511 .000 kr ., og höfðu þeir Einar Olgeirsson og Kristinn E . Andrésson milligöngu um þá .33 Enn fékk Mál og menning háa fjárstyrki að austan 1968 og 1979, 20 þúsund dali í hvort skipti, sem Kristinn E . Andrésson sótti í sendiráð Ráðstjórnarríkjanna í Reykjavík, hinn síðari 22 . maí 1970 .34 Jafnframt sam- þykkti miðstjórn kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna 1972 að setja Kristin E . Andrésson á sérstök eftirlaun fyrir hans löngu og dyggu þjónustu .35 Þá fékk Sós íal- istaflokkurinn fjóra stóra fjárstyrki úr sjóði kommúnistaflokks Ráðstjórnarríkjanna, 20 þúsund bandaríkjadali 1956, 30 þúsund 1959, 25 þúsund 1963 og 25 þúsund 1966 . Má ætla, að þessir styrkir tengist þing- kosningum og hafi leyniþjónustumenn 33 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 162 .–163 . bls . 34 Fréttir Jóns Ólafssonar í Sjónvarpinu 27 . júlí 1992, sjá „Margar leiðir og sumar illrannsakanlegar,“ Mbl. 3 . nóvember 1999 . 35 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 183 . bls . afhent þá Einari Olgeirssyni í sendiráði Ráð- stjórnarríkjanna í Reykjavík í reiðufé .36 Nægar heimildir eru fyrir „rússagullinu“, sem íslenskir kommúnistar og sósíal- istar þrættu ætíð harðlega fyrir . Sá óbeini stuðningur, sem Einar Olgeirs son viður- kenndi hins vegar, var síðan veru legur, til dæmis ferða- og dvalar kostn að ur fjölmargra Íslendinga til komm ún ista ríkjanna, kostn- aður af bóka útgáfu og ferðum lista manna til Íslands og náms kostn aður ungra Íslendinga, fyrst í bylt ing ar skólum í Ráðstjórnarríkjun- um fyrir stríð, síðan í ýmsum kommúnist- aríkj um eftir stríð . Jafnframt er beinn stuðn ingur áreiðanlega vantalinn fremur en oftalinn . Langflest gögn um undirróður og njósnir á vegum Kremlverja eru undir lás og slá í skjalasöfnum þeirra . Til dæmis segja íslenskir heimildarmenn, að fyrir stríð hafi Signe Sillén, eiginkona Hugos Sillén Íslands- fara, séð um það fyrir leyniþjónustu Kreml- verja að veita íslenskum kommúnistum fjárstyrki .37 Eitthvað slíkt kann líka að hafa gerst eftir stríð, án þess að heimildir um það séu aðgengilegar . Þá verður að minna á, að tvær tilraunir flugumanna frá komm ún istaríkjunum til að fá Íslendinga til að njósna fyrir sig komust upp, 1962 og 1963 . Báðir aðilar sögðu nei og höfðu samband við lögreglu .38 Ekki er vitað, hvort einhverjir og þá hversu margir sögðu já og höfðu ekki samband við lögreglu . Í skjala- safni leynilögreglu Austur-Þýskalands, Stasi, fundust eftir hrun Berlínarmúrsins 1989 gögn um, að Guðmundur Ágústsson, sem var um skeið formaður Alþýðubandalagsfélags 36 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 172 . bls . 37 Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Íslandi (Rvík 1979), 52 .–53 . bls . 38 Skýrsla dómsmálaráðuneytisins 21 . maí 1962, m . a . birt í Mbl. 22 . maí 1962 . Sbr . „Tékka vísað úr landi . Reyndi að múta ísl . flugmanni til njósna á Keflavíkurflugvelli“, Mbl. 22 . maí 1962 . Skýrsla dómsmálaráðuneytisins 26 . febrúar 1963, m . a . birt í Mbl. 27 . febrúar 1963; „Ferill einræðisherranna heillar íslenska kommúnistaforingja,“ Mbl. 7 . júní 1963 (viðtal við Ragnar Gunnarsson) . Kristinn E . Andrésson var formaður Sovétvinafélags- ins fyrir stríð og gaf Kremlverjum skýrslu í Moskvu vorið 1940 um stjórnmálaástandið á Íslandi . Hann gekk alla tíð erinda ráðstjórnarinnar rússnesku af miklum dugnaði .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.