Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 79

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 79
 Þjóðmál HAUST 2009 77 Hrun Guðna Th . Hrunið, bók Guðna Th . Jóhannessonar, ber undirtitilinn: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar . Bókin er 427 bls . að lengd með nafnaskrá auk ítarlegrar heimildarskrár . Á spássíu eru ritaðar dagsetningar og einnig er efnisatriða getið þar, þannig að lesandinn getur notað þessar tilvísanir í leit að efni, ef svo ber undir . Undirstrikar þetta markmið höfundar, að skrá annál þess, sem hér hefur gerst frá því í september 2008 . Að ósk Forlagsins ritaði ég stutta umsögn um bókina og sendi því . Er hún á þessa leið: Ég las bók Guðna Th . Jóhannessonar mér til fróðleiks . Þótt ég hefði verið beinn og óbeinn þátttakandi í atburðarásinni, sem hann rekur af kostgæfni, var það til að bregða skýrara ljósi á hana í heild að fylgja honum eftir um rústirnar eftir hrunið . Skipulag bókarinnar er gott og gefur honum færi á að draga í senn upp heildstæða umgjörð og fylla út í hana með greinargóðri samtímalýsingu . Mér finnst hann leitast við að gera ekki á hlut neins, þótt ekki sé ég sammála öllum ályktunum hans . Guðni Th . segir frá atvikum og tímasetn ing- um þeirra, sem ég þekkti ekki . Sá misskilning- ur er ríkjandi, að allir ráðherrar viti um allt, sem rekur á fjörur ríkisstjórnar . Svo er ekki, þegar um einstök málefni er að ræða . Síðan er trúnaður manna á milli misjafnlega djúpur og af honum ræðst, hve mikil vitneskja þeirra er um pólitísk samskipti, sem aldrei rata inn á ríkisstjórnarfundi, þótt þau ráði kannski miklu um niðurstöðu í einstökum málum innan stjórnarinnar . Ég hef fylgt þeirri reglu innan ríkisstjórnar að sinna því, sem mér ber, en blanda mér ekki í mál annarra, nema eftir því sé leitað . Þegar ég les lýsingar á atburðunum, eftir að mótmælendur tóku að láta að sér kveða í því skyni að trufla fundi ríkisstjórnarinnar og síðan alþingis, finnst mér þakkar- og aðdáunar vert, hve vel lögreglu tókst að halda á málum og stilla til friðar að lokum, þótt að henni væri sótt af skemmdarfýsn og illmennsku í skjóli mótmæla gegn ástandinu . Ég saknaði lýsingar á því, þegar við ráð- herr arnir vorum að klöngrast í niða myrkri og hálku bakdyramegin inn í Ráðherra bú stað- inn frá Suðurgötunni, af því að bílum okkar var beint þangað, þegar hópur mót mælenda hafði safnast saman fyrir framan bústaðinn á Tjarnargötu . Mótmælendur urðu hins vegar fljótt varir við þessa Suðurgötu-leið og varð lögregla að verja okkur hana . Leikskóli er skáhallt á móti Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og ollu þessi læti svo mikilli truflun þar, að fundir ríkisstjórnarinnar fluttust um tíma í Alþingishúsið, í fundarsal for sætisnefndar . Raunar er aðstaðan þar hin besta fyrir ríkisstjórnarfundi að mínu mati; mér finnst fundarherbergið í Stjórnarráðs hús- inu ekki skemmtilegt . Hinn pólitíski þáttur frásagnar Guðna gefur til kynna, að alveg frá fyrstu dögunum í október hafi blundað með samfylkingarfólki að hlaupast undan merkjum og skella skuld- inni á Sjálfstæðisflokkinn, ekki síst til að koma höggi á Davíð Oddsson . Ef skýr sameiginleg stjórnarstefna hefði verið mótuð, bæri frásögn Guðna þess merki, en svo er því miður ekki, þar sem viðbrögð ríkisstjórnarinnar einkenndust af því, að hún var með fangið svo fullt af vandamálum frá degi til dags, að hún náði því aldrei að komast á beinu brautina auk þess sem Samfylkingin vildi líklega aldrei halda inn á þá braut með Sjálfstæðisflokknum . Minnihlutastjórninni eftir 1 . febrúar tókst það ekki heldur en hún bjó til samstöðu um mál, sem átti ekkert skylt við bankahrunið, það er að breyta stjórnarskránni, eftir að draum urinn um að koma Davíð frá hafði ræst . Áformin um stjórnarskrána runnu hins vegar út í sandinn . Ríkisstjórnin, sem mynduð var 10 . maí, hefur ekki enn hrundið neinni mark- vissri aðgerðaáætlun í framkvæmd . Ég þakka Guðna Th . Jóhannessyni fyrir að taka þetta efni saman á jafnskömmum tíma og raun ber vitni og gera það á þennan greinargóða hátt . Hann segir sjálfur, að þegar frá líði eigi menn eftir að leggja mat á at burð- ina frá öðrum sjónarhóli en við getum gert á líðandi stundu . Þegar það verður gert, er hins vegar ekki unnt að ganga fram hjá því, sem segir í Hruninu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.