Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 89

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 89
 Þjóðmál HAUST 2009 87 það með ýmsu því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og er alþjóð kunnugt . Skrif um þjóðfélagsmál og blogghug leið- ingar hafa sett vaxandi svip á þann bókakost sem er á boðstólum undanfarin misseri og þessi bók tilheyrir þeim sundurlausa hópi útgefinna bóka . Ástæða þess að ég legg áherslu á að þessi hluti íslenskrar bókaútgáfu sé sundurlaus er að bækur af þessu tagi eru ekki aðeins innbyrðis ólíkar vegna gamalkunnra viðmiða svo sem mismunandi stíls höfunda og mismikilla tengsla við bók- menntir eða blaðamennsku . Nú hefur bæst önnur vídd við þess konar skilgreining ar þar sem stíll bloggs og annarra skyndi miðla hefur víða lætt sér inn í hefðbundin, út gef- in greinasöfn . Í þörfinni fyrir að flokka skrif fólks hefur bloggpistlum stundum verið líkt við sendibréf og sú skilgreining á nokkurn rétt á sér, en engu að síður lýtur bloggið eigin lögmálum og ekki öllum þeim sömu . Greinasafn Bjarna er raunar gott dæmi um sérstöðu bloggsins sem miðils og þá einkum vegna þess eðlis margra bloggsíðna að leyfa athugasemdir, sem síðan verða kveikja að áframhaldandi umræðu . Þessa sér víða stað í greinasafni Bjarna og spurning hvort ganga hefði þurft lengra í að flokka texta hans í: blogg, birtar greinar og áður óbirt an texta . Stundum eru skilin reyndar óglögg, því Bjarni birtir blaðagreinar á bloggi sínu og í bland við texta úr bloggi er án efa óbirtur textur, enda áskilur hann sér rétt til að breyta texta fyrir birtingu í aðfararorðum greinasafnsins . Áhugavert verður að fylgjast með og taka þátt í þeirri umræðu sem skapast hefur um bloggið sem miðil . Hún er þegar hafin á vettvangi sagnfræðinga og bókmenntafræðinga víða um heim . Greinasöfn, einkum eftir stjórnmála menn sem standa í eldlínunni á tímum mikilla sviptinga, eru yfirleitt mikilvæg heimild fyrir síðari tíma sagnfræðinga . Ævisögur stjórn- málamanna eru oft því marki brenndar að þar er reynt að skauta mishratt yfir feril þeirra og koma sem flestu að, stundum er myndin af manninum fegruð svo ami er að, þótt til séu góðar undantekningar, einkum ef langt líður frá andláti stjórnmálamannsins til þess tíma að ævisagan sé rituð . Greinar eru hins vegar samtímaheimildir í eðli sínu og birta skoðanir höfundar, þær bestu endur- spegla einnig grunnlífsgildi þeirra . Sagn- fræðingar og fleiri fræðimenn eru þegar farnir að bregðast með ýmsum hætti við forgengileika þeirra heimilda sem ekki eru prentaðar . Verið er að afrita aragrúa vefsíðna og reyna í leiðinni að tryggja aðgengileika að heimildum með því að efnisflokka þessa botnlausu hít . Samhliða því færist það í vöxt að höfundar efnis sem birtist á vefnum reyni að halda sjálfir til haga því efni sem þeir vilja að lifi og af þeim toga eru nokkrar bækur sem gefnar hafa verið út á undanförnum árum . Kosturinn við þá tilhögun er að þá er textinn sérstaklega valinn til birtingar . Óneitanlega skoðaði ég greinasafn Bjarna í þessu ljósi heimildagildisins í upphafi, leitaði að uppljóstrunum vegna aðdragandans að brotthvarfi hans úr Framsóknarflokknum og öðrum sprengjum . Ég verð að hryggja væntanlega lesendur með því að fátt nýtt kemur þar fram, sem ekki hefur áður komið fram í fjölmiðlum, ekki umtalsverð ný „skúbb“ . Áhugavert er hins vegar að skoða skrif hans öll í ljósi þeirra dagsetninga sem fylgja greinunum, einkum nú þegar þjóðin öll veltir því fyrir sér hvort og hvernig hefði verið hægt að sjá bankahrunið í október síðastliðinn fyrir sér . Í fyrsta hluta greina- safnsins er að finna mýmargar við var- anir Bjarna vegna þess að honum finnst framkvæmdamenn fara offari, bankastjórn Seðlabankans á kolrangri braut, einkum í vaxtamálum og ríkisstjórnin duglaus, sem auðvitað skoðast líka í því ljósi að hann var í stjórnarandstöðu á viðkvæmum tímum . Það þarf þó ekki neinum að blandast hugur um að Bjarni varaði okkur við . Hann er líka nógu stór til þess að láta fljóta með texta þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.