Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 95

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 95
 Þjóðmál HAUST 2009 93 skipta 0% vextir litlu, og skapa ekki þenslu, þegar eignaverð lækkar um 15% á ári . Sagan sýnir að framboð peninga, frekar en vextir, ræður mestu um efnahagsframvinduna . Þegar Krugman álasar Greenspan fyrir að kynda undir verðbólum kemur hann sér algerlega hjá því að minnast á að grunnpeningamagn í umferð jókst að meðaltali um 7% í tíð Greenspan, það var langt yfir hagvexti og olli því eignaverð- bólgu, en eftir 1995 spýtti Greenspan í og jók grunnpeningamagn yfir 10% að meðaltali á ári . Grunnpeningamagn er síðan margfaldað í gegnum bankakerfið og sá margfaldari jókst í ofanálag úr 6 í 12 í tíð Greenspan . Það var peningamagn í umferð, ekki vextir, sem réð ferðinni . Af Íslandi er sömu sögu að segja . Frá ár inu 2003 og þar til bankarnir hrundu í októ ber 2008 jók Seðlabanki Íslands pen- inga magn í umferð um 40% að meðaltali á hverju ári . Svo eru einhverjir undrandi á verð bólu á Íslandi og vilja kenna spákaup - mennsku um hrun krónunnar! Krugman talar um að verðbólga geti læknað kreppuna, en verðbólga er afleiðing aukningar á peningamagni í umferð . Hann kemur sér algerlega hjá því að tala um peningamagn í umferð per se . Í kaflanum um hvað beri nú að gera segir Krugman: „Augljós lausn er að setja meira fé í umferð .“ Hann telur hins vegar aðeins að það bjargi fjár málakerfinu en ríkið þurfi síðan „að beita gamalli og góðri Keynes-örvun“ . Hann viðurkennir að slíkt hafi ekki bjargað Japan frá stöðnun eða hnignun, en hafi þó komið í veg fyrir mikla kreppu . Þarna er algerlega horft fram hjá því að lánveitendur þurfa að vera til staðar, og þegar Japan var í kreppu var heimurinn í gríðarlegum uppgangi með nóg af fúsum lánveitendum, og ennfremur að lán þarf að greiða til baka og það bitnar á framtíðarhagvexti . Krugman vill ekki viðurkenna að meðöl hans duga ekki . Þegar Krugman talar um umbætur á fjármálakerfinu leggur hann ekki til hið augljósa, að afnema ríkisábyrgð að fullu og láta ábyrgðina í hendur inn láns eigenda . Annar möguleiki sem myndi væntanlega falla honum betur í geð væri að gera innlánsbönkum að stunda enga áhættu- sama starfsemi . „Separate the utility and the casino .“ Breyta hreinlega greiðslumiðlunar- kerfinu þannig að um óspennandi og áhættulausa starfsemi sé að ræða sem gangist undir strangt regluverk, en fái á móti ríkisábyrgð . Fjárfestingabankar yrðu þá aftur einkafyrirtæki sem gætu hæglega farið á hausinn án þess að greiðslumiðlunar- kerfi ríkjanna væri í hættu . Það kristallast í orðum Krugman um umbætur á fjármálakerfinu að hann er að eltast við afleiðingarnar frekar en að skoða orsakirnar „Ekki er nákvæmlega ljóst hvernig næstu viðbrögð ættu að vera en alheimsvæðing fjármálakerfisins hefur reynst miklu hættulegri en við gerðum okkur grein fyrir,“ ,skrifar hann . Þarna hefði frekar átt að standa: „ . . . alheimsvæðing fjármálakerfisins hefur sýnt hversu hættulegt það er að vera með sjálfstæða peningastjórn“, þ .e . ef horft er á reynslu allra þeirra sem verst hafa farið út úr fjármálaumróti síðustu áratuga . Lokakaflinn heitir „Máttur hug mynd- anna“ og þar boðar Krugman endu rkomu keynesískrar hagfræði, eins og hún hafi ekki verið fullreynd . Þjóðhagfræði verður til með skrifum Keynes en fyrir þann tíma einbeitti hagfræðin sér að minni vandamálum og var ekki að reyna að greina samspil hagkerfa heimsins, heldur frekar einstök atriði í markaðsskipulagi landa . Síðasta setning bókarinnar gefur þó vonandi fyrirheit um uppljómun hjá Krugman: „en ég trúi því að einu hindranirnar í vegi velmegunar á heimsvísu séu úreltar kennisetningar sem hneppa mannshugann í fjötra“ . Þar á hann vonandi ekki við að allir fari að hugsa eins og hann, heldur frekar að hann sjálfur líti upp úr eigin kennslubókum!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.