Þjóðmál - 01.09.2009, Page 97

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 97
 Þjóðmál HAUST 2009 95 bréfu m, minnisblöðum, yfirlýsingum og fundargerðum sem helst hafa komið til álita . Þá tekur við heim ildaskrá sem er kaflaskipt í óprent aðar heimildir og skjala- söfn; prentaðar heimildir; blaða- greinar, heimildarmenn og fjölrit . Loks er svo nafnaskrá aftast . Fagleg uppsetning er reyndar sérlega mik ilvæg riti af þessu tagi . Bókin er í raun afhjúpunarsagnfræði, greinargerð fyrir niðurstöðum sem hljóta að breyta hefð bundnum hug mynd um um Hafskipsmálð á róttæk an hátt . Þá skiptir auðvitað miklu hvaðan heimildir koma og hvers eðlis þær eru . Viðfangsefni bókarinnar Það er mikill kostur við bókina og við horf höfundarins, að henni er ekki ætlað að vera endanleg allsherjarúttekt á Hafskipsmál- inu . Höfundur gefur hvergi til kynna að hann sé að loka málinu og hafi sagt allt sem segja þurfi . Þvert á móti getur hann þess í inngangi, að efni bókarinnar einskorðist við þau atriði málsins sem ekki hafa verið almenningi kunn og sem hann hefur dregið fram í dagsljósið með rannsóknum sínum . Efni bókarinnar má því skipta í tvo meginþætti . Annars vegar aðdragandann að gjaldþroti Hafskips þar sem fjallað er um rekstrarerfiðleika félagsins og viðbrögðin við þeim, ýmsar samningsumleitanir og sam einingaráform, kostulegt leynimakk, leynisaminga og meira og minna ólöglegan gjörning opinberra aðila að ógleymdum ótrúlegum trúnaðarbresti þáverandi rík is- lögmanns gagnvart þáverandi sam göngu- ráðherra eins og ráðherrann fyrr ver andi gefur yfirlýsingu um í bókinni . Hins vegar fjallar svo bókin um ýmis réttarfarsleg atriði, svo sem fordæmalausa og umfangsmikla rannsókn skiptastjóra bús ins, vinnubrögð þeirra, ótrú leg fjölskyldutengsl annars skipta stjórans við Eimskipafélagið og skýrslu skiptastjóranna til ríkissaksóknara . Hún fjallar um gæslu varðhald yfir Hafs- skips mönn um og „rétt lætingar“ þess, og um meint afskipti skipta- stjóranna af opinberri lög reglu- rannsókn . Þá er fjallað um hinn langa feril ákærumeðferða frá því lögreglurannsókn lauk og þar til Hæsta réttardómur féll loks í málinu, rúmum fimm árum eftir að stjórnarmenn Hafskips voru hnepptir í gæsluvarðhald í beinni útsendingu . Af þessari nálgun og efnistökum leiðir einnig, að bókin fjallar nánast ekkert um hina miklu og oft mjög villandi og særandi fjölmiðlaumfjöllun sem málið fékk . Þó eru leidd að því þung rök að rannsókn skiptastjóranna hafi fyrst og síðast mótast af „fréttaflutningi“ Helgapóstsins, eða a .m .k . að gengið hafi verið út frá sannsögli þeirra vitna sem jafnframt höfðu verið helstu heimildarmenn Helgarpóstsins . Þá er lítið fjallað um hið pólitíska fjaðrafok sem málið olli og ekkert um ýmsar pólitískar afleiðingar þess . Báðum þessum efnis- þáttum er hins vegar vel til skila haldið í bók Stefáns Gunnars . Róttæk hógværð Í lok meginmálsins er svo tíu blaðsíðna kafli þar sem dregnar eru saman helstu niðurstöður höfundarins . Það var vel til fundið og kemur erindi bókarinnar betur til skila . Í þessari heimfærslu kemur hógværð höf undarins skemmtilega í ljós . Hann er afskap lega spar á að draga víðtækar eða afger andi ályktanir af niðurstöðum sínum sem þó eru býsna athyglisverðar og jafnvel oft lyginni líkastar . Hann er vægast sagt enginn smiður samsæriskenninga .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.