Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 98

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 98
96 Þjóðmál HAUST 2009 Maður veltir því fyrir sér við lestur bók- arinnar hvort ekki hafi verið freistandi fyrir höfundinn að kveða stundum sterkar að orði og jafnvel ásaka einstaklinga um afglöp og siðblindu . En það er ekki hans stíll . Hann heldur ró sinni og skýtur aldrei yfir markið . Þessi hófstilling höfundarins stingur skemmtilega í stúf við það róttæka hlutverk bókarinnar að ráðast gegn aldarfjórðungs gömlum goðsögnum um Hafskipsmálið, fletta ofan af ótrúlegu samsæri, og færa rök fyrir afglöpum og jafnvel lögbrotum manna sem í dag gegna afar háum opinber- um embættum . Og þó hógværð sé dyggð, þá virkar hún ekki síður sem skemmtilegt stílbragð við þessar aðstæður og eykur óneitanlega á trúverðugleika verksins . Æsispennandi rit Nú kynni einhver að draga þá ályktun að svona samviskusamlega unnið fræðiverk sem byggist fyrst og fremst á niðurstöðum af rannsóknum á afmörkuðum þátt um Hafskipsmálsins, hljóti að vera hrútleiðin- legt aflestrar . En það er öðru nær . Í með- ferð höfundarins verður söguþráður Haf- skipsmálsins samfelldur og heilsteyptur þó ekki sé farið í saumana á fjölmiðlafárinu, stjórnmálaþættinum eða sjálfri dómsmeð- ferð málsins . Sögu málsins eru gerð góð skil, jafnvel fyrir þá sem ekkert muna eftir þessu máli málanna fyrir aldarfjórðungi . Og Hafskipsmálið í heild er engin smá saga . Þegar Hafskip varð gjaldþrota í árslok 1985 var það í hópi stærstu fyrirtækja landsins, með hundruð starfsmanna, ný, stór og sérhæfð flutningaskip, gámavædda flutninga og þróttmikinn rekstur, stjórnað af stórhuga athafnamönnum . Félagið var framsækið og tæknivætt og þótti í ýmsu andstæða hins íhaldssama Eimskipafélags sem lengst af hafði notið einokunar á mark- aði íslenskra kaupskipa . Hafskip var auk þess eitt af fáum alvöru, stórum hlutafélögum hér á landi og hafði skömmu áður blásið til útrásar, fjölgað umboðsskrifstofum erlendis og hafið vöruflutninga milli Evrópu og Norður-Ameríku . En Hafskipsmálið snerist ekki eingöngu um banka, skuldir og skip . Það snerist um einstaklinga, tilfinningar, örlög, mis beit- ingu á opinberu valdi og dæmalausar fjöl- miðlaofsóknir gagnvart fámennum hópi varnarlausra manna, þar sem helsti fjöl - miðillinn hafði rangt fyrir sér í sínum meg- in ásökunum . Þegar allt þetta er haft í huga og sú stað reynd að höfundur bókarinnar er að endursegja þessa sögu í ljósi nýrra upp- lýsinga sem draga upp allt aðra mynd en þá sem hingað til hefur verið talin almenn og hefðbundin, ætti engum að koma á óvart að bókin er svo æsispennandi að hún minnir helst á glæpasögu eftir Arn ald Indriðason . Með mannhelgi að leiðarljósi Okkar Íslendinga býður mikið verk við rannsóknir á bankahruninu og flóknu sam- spili regluverks, stjórnmálamanna, eftir lits- stofnana, embættismanna, umsvifa auð- manna og utanaðkomandi áhrifaþátta . Það er feikilega mikilvægt að vandað sé til slíkra rann sókna og að ekkert verði undan dregið, því lærdómur sem dreginn er af alvarlegum mistökum getur reynst ómetanlegur þegar fram líða stundir . En það er ekki síður mikilvægt að við skoðum þessi mál og gerum þau upp eins og siðmenntuðum þjóðum sæmir, með mannhelgi að leiðarljósi . Takist okkur hvort tveggja munum við standa betur að vígi en nokkurn tíma fyrr . Það tókst hins vegar ekki í Hafskipsmálinu og það klúður má ekki endurtaka sig . Þess vegna á bók Björns Jóns Birgissonar, Hafskip í skotlínu, sérlega brýnt erindi til okkar í dag .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.