Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 10

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 10
10 11 Ávarp innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Heiðruðu fulltrúar á kirkjuþingi – Biskup Íslands, góðir gestir. Það er mikil ánægja fyrir mig að fá tækifæri til að ávarpa kirkjuþing og vera hér með ykkur við setningu þess. Nú er tæpt hálft ár síðan ég settist í stól innanríkisráðherra og tók þar með við kirkjumálum í stjórnarráðinu. Ég hef á þessum tíma átt góð, upplýsandi og uppbyggileg samskipti við fulltrúa þjóðkirkjunnar og vænti áframhaldandi góðs samstarfs um mikilvæg mál fyrir íslenskt samfélag. Við sem hér erum – fulltrúar ríkisvalds og fulltrúar kirkjunnar – eigum samleið á svo mörgum sviðum. Þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel saman til að virkja samtakamátt þjóðarinnar – byggja upp traust, velvilja og von. Þar gegnir kristin trú og kærleiksboðskapur kirkjunnar miklu hlutverki og getur verið ljós í því myrkri sem mætt hefur of mörgum í okkar annars góða samfélagi. Kæru þingfulltrúar. Þær breytingar sem við höfum öll upplifað á undanförnum árum – hafa tekið sinn toll. Sóknin hefur þurft að víkja fyrir vörninni hjá of mörgum einstaklingum og það sama er að segja um þjóðfélagið allt – sem þurft hefur að skilgreina flestar forsendur og forgangsröðun upp á nýtt. En þó við vitum og séum reglulega minnt á það að mótvindurinn sé ekki frá – þá stefnum við á betri tíma og þangað stefnum við meðal annars með trúna að vopni. Nokkur umræða hefur verið í samfélaginu á liðnum misserum um gildi og hlutverk kristinnar trúar. Það er ekkert nema eðlilegt að við sem samfélag skiptumst á skoðunum um slík grunngildi – en sum sveitarfélög og sumir stjórnmálamenn hafa talið það forgangsverkefni á þeim tímum sem við nú lifum – að finna leiðir til að færa trúna, boðskap hennar og áherslur eins langt frá æsku þessa lands og mögulegt er. Á tímum þar sem eðlilega er mikið rætt um víðsýni, umburðarlyndi og fjölbreytni er þannig markvisst unnið að því að halda öllu sem skilgreina má sem trúarlegt frá skólabörnum. Ég er ekki sammála þeirri stefnu og það segi ég ekki bara sem stjórnmálamaður – heldur miklu frekar sem móðir tveggja barna á grunnskólaaldri. Á sama tíma og börnin okkar kynnast flestu ef ekki öllu sem gerist í samfélaginu; heimsækja reglulega á vegum skólans fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, fá í heimsókn boðbera ólíkra sjónarmiða í skólana sína, að því ógleymdu að dvelja flest óáreitt langdvölum í netheimum – er Gídeonfélagið hins vegar sett á bannlista samhliða því sem af alvöru er rætt um að heimsóknir barna í kirkjur landsins, einstaka Faðir vor eða jólasálmar geti skaðað æsku þessa lands. Á ögurstundum í lífi þessarar þjóðar getur það varla verið forgangsmál að forða börnunum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.