Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 11

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 11
11 okkar frá boðskap um kristni og kærleika – enda hlýtur skólastarf nútímans að eiga að einkennast af fjölbreytni, vali og trú á því að einstaklingarnir sjálfir fái með fræðslu og upplýsingu tækifæri til að móta sínar lífsskoðanir, trú og sannfæringu. Það er oft talað um að eiga sér barnatrú. Sú trú er að mínu mati mikilvægari en flest annað. Þannig má aldrei vanmeta þær minningar og tilfinningarnar sem tengjast því að eiga trú sem barn og eiga að fylgja okkur alla ævi. Kærleikurinn er kjarninn í kristinni trú og með kærleikann að leiðarljósi stígum við mörg skref í átt að betra samfélagi. Kæru þingfulltrúar. Mig langar að nota þetta tækifæri til að segja ykkur örstutt frá því þegar ég sem ung kona átti þess kost, ásamt vinahópi mínum, að eiga stund með sr. Sigurbirni Einarssyni biskup og ræða við hann um sýn hans og sjónarmið. Ég hafði auðvitað alist upp við það sem barn að hlýða með athygli á orð hans, ljóð og ræður og á okkur krakkana var iðullega sussað þegar Sigurbjörn talaði til þjóðarinnar í gegnum útvarp eða sjónvarp þess tíma. Í Skálholti fyrir um það bil 15 árum nutum við nokkur þess að eiga við hann upplýsandi samtal. Hann kom til fundar við okkur ásamt eiginkonu sinni og gaf sér góðan tíma til að ræða málin. Ein úr hópnum spurði í lokin hvort hann gæti í stuttu máli sagt okkur hvað Guð væri fyrir honum. Hann svaraði að bragði: Guð er allt hið góða sem birtist í gjörðum Jesú Krists. Svo einfalt og svo skýrt. Þessi kjarnyrta lýsing hans hafði áhrif á okkur öll og þegar við hjónin eignuðumst yngri dóttur okkar færði þessi vinkona okkur sérhannað koddaver þar sem þessi orð sr. Sigurbjörns voru letruð á. Þessi stutta tilvitnun segir svo margt. Ég hjó sérstaklega eftir því að hann talaði um gjörðir frelsarans en ekki orð. Það færir okkur aftur að umræðunni um kærleikann og setur um leið ákveðna ábyrgð á herðar okkar sem okkur er ætlað að axla. Líf okkar á að vera vitnisburður um kærleika. Að við sýnum góðvild og kærleika í verki. Það er á þessum grunni sem við treystum kirkjunni fyrir okkar stærstu stundum í lífinu. Ég þarf auðvitað ekki að segja ykkur að kirkjustarf snýst ekki um hús eða byggingar, heldur fólkið sem hana sækir. Á þeim grundvelli þarf kirkjan að verða aukinn hluti af okkar daglega lífi, og þá ekki bara á stóru stundunum. Kirkjan á Íslandi hefur stigið stór skref í því að bjóða alla velkomna og þannig sett kærleikann í öndvegi. Hún hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samfélaginu og mig langar til að biðja ykkur sem hér sitjið um að gleyma því aldrei. Ég veit að reglulega hittast leiðtogar kristinna trúfélaga á Íslandi til að biðja fyrir landi og þjóð og af því er gott að vita. Það gefur okkur sem störfum í stjórnmálum aukinn styrk en umfram allt þá gefur það þjóðinni einnig aukinn styrk. Kæru þingfulltrúar. Undanfarið hafa komið til mín mætir einstaklingar, bæði frá kirkjunni og einstaka sóknum, til að ræða um sóknargjöldin og gert mér rækilega grein fyrir skerðingum á þeim umfram aðrar stofnanir. Þessi ríkisstjórn ber ekki ábyrgð á þeim aðgerðum – því ójafnræði í niðurskurði – en það er engu að síður vilji minn að nota komandi misseri til að ná sátt við þjóðkirkjuna og önnur trúfélög um þau mál.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.