Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 26

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 26
26 27 ekki með nokkrum hætti, nema eftir víðtæka kynningu og umræðu og blessun kirkjuþings. Kirkjuþing telur brýnt að rekstur Skálholtsstaðar komist í viðunandi horf og skoðað verði ýtarlega hvort bygging miðaldadómkirkju/safnahúss geti orðið liður í þeirri viðleitni, án þess að Skálholt sem helgistaður bíði hnekki. Kirkjuþing leggur áherslu á að staðsetning og fyrirkomulag, verði af áformum, verði með þeim hætti að ásýnd staðarins og andblær haldist og að rekstrarlegur ávinningur staðarins sé tryggður“. Sjá umfjöllun um Miðaldadómirkju síðar í skýrslu þessari. 41. mál. Þingsályktun um sameiningu prestakalla. Lögð var fram eftirfarandi tillaga: „Kirkjuþing 2012 ályktar að við sameiningu prestakalla skuli þau lögð niður, nýtt prestakall stofnað og auglýst laust til umsóknar. Breytt framkvæmd gildi um tillögur um sameiningu prestakalla sem kunna að verða lagðar til frá ársbyrjun 2014.“ Kirkjuráði var falið að búa málið til kynningar og umfjöllunar á prestastefnu og í héruðum landsins og hefur það verið framkvæmt. Flutt er sérstakt mál um þetta á kirkjuþingi 2013 og vísast til þess. 45. mál. Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og vegna prófastsstarfa. Um var að ræða leiðréttingu ferðakostnaðar héraðspresta í sameinuðum prófastsdæmum og hefur breytingunni verið hrint í framkvæmd. Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum. 46. mál. Starfsreglum um breytingu á starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007. Kirkjuþing 2012 samþykkti að sameining Möðruvalla­ og Hríseyjarprestakalla, sem áður hafði verið samþykkt á kirkjuþingi 2009 og sem öðlaðist gildi 1. september 2012, skyldi ganga til baka. Sameining framangreindra prestakalla öðlast gildi við starfslok núverandi sóknarprests Hríseyjarprestakalls. Starfsreglurnar hafa verið birtar í Stjórnartíðindum. Lagðar voru fram í kirkjuráði skýrslur nefnda og starfshópa í 3. máli kirkjuþings 2012 og er vísað til Gerða kirkjuþings 2012 um þær. Mál lögð fram á kirkjuþingi 2013 1. mál. 2013. Skýrsla kirkjuráðs ásamt skýrslum og öðrum fylgigögnum. Að venju leggur kirkjuráð fram skýrslu um störf sín á kirkjuþingsárinu. 2. mál. 2013. Skýrsla um fjármál þjóðkirkjunnar. Fjármál þjóðkirkjunnar eru lögð fram á kirkjuþingi. Reikningar stofnana og sjóða vegna ársins 2012 eru aðgengilegir öllum kirkjuþingsfulltrúum. Ríkisendurskoðun skilar endur­ skoðunarskýrslu vegna sjóða og stofnana kirkjunnar fyrir árið 2012. 11. mál 2013. Tillaga til þingsályktunar um frumvarp til breytinga á lögum um stöðu,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.