Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 44
44 45
í núverandi mynd og nýtt starf auglýst. Einnig samþykkti kirkjuráð að segja upp
leigusamningi Tónskólans í Grensáskirkju frá og með 1. febrúar 2013. Kirkjuráð mun
áfram tryggja Tónskólanum húsnæði.
Stjórn og varastjórn Tónskóla þjóðkirkjunnar sögðu af sér í ágústmánuði 2013. Kirkjuráð
samþykkti að skipa bráðabirgðastjórn til vorsins 2014. Aðalmenn í þeirri stjórn eru
Sveinbjörg Pálsdóttir, sem formaður, Kári Þormar og Helga Þórdís Guðmundsdóttir.
Varamenn: Kjartan Sigurjónsson, Jón Bjarnason og Hlín Torfadóttir.
Auk hefðbundinna stjórnarstarfa fær hún það hlutverk að hrinda í framkvæmd tillögum
starfshóps um tónlistarmál sem kirkjuráð skipaði og skilaði af sér í apríl 2012. Kirkjuráð
stefnir að því að tónlistarstjóri kirkjunnar verði ráðinn frá 1. júní 2014.
Fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar
Kirkjuráð skipar fimm aðalmenn og tvo varamenn í fulltrúaráð Hjálparstarfs kirkjunnar,
til tveggja ára. Aðalmenn: Ingibjörg Pálmadóttir, Lóa Skarphéðinsdóttir, Páll Kr. Pálsson,
Þorsteinn Pálsson og Kristín Magnúsdóttir. Varamenn: Guðbjörg Matthíasdóttir og Jón
Kristjánsson.
Stjórn Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar
Samkvæmt skipulagsskrá Kirkjuhússins – Skálholtsútgáfunnar skal kirkjuráð skipa þrjá
menn í stjórn stofnunarinnar af níu til þriggja ára í senn. Einn er skipaður á ári. Kirkjuráð
samþykkti að tilnefna Sigríði Dögg Geirsdóttur, fjármálastjóra Biskupsstofu til þriggja ára
sem fulltrúa kirkjuráðs.
Strandarkirkja í Selvogi
Í Strandarkirkjunefnd sitja Ragnhildur Benediktsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri
Biskupsstofu, formaður, sr. Jón Ragnarsson, sóknarprestur í Hveragerðisprestakalli og sr.
Baldur Kristjánsson sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Nefndin er skipuð til 31.
maí 2015.
Strandarkirkjunefnd og sóknarnefnd Strandarsóknar buðu kirkjuráði til fundar og
vettvangsskoðunar í Strandarkirkju í Selvogi í júní sl. Strandarkirkja á jarðirnar Hlíð,
Strönd, Stakkahlíð og Vogsósa. Verið er að leggja síðustu hönd á vinnu við deiliskipulag
jarða kirkjunnar en það er Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, sem sér um þá vinnu. Á
svæðinu eru ýmsar náttúruminjar og fornleifar sem þarf að huga að og vernda og við
deiliskipulagsvinnuna hefur veðurfar, lífríki og náttúrufar á svæðinu verið rannsakað. Nýr
suðurstrandavegur mun breyta miklu varðandi samgöngur á svæðinu.
Kirkjuráð óskaði eftir því að Strandarkirkjunefnd og sóknarnefnd Strandarsóknar legðu
fram tillögur að nýtingu jarða Strandarkirkju og hafa þær verið kynntar kirkjuráði. Kirkjuráð
féllst á tillögur nefndanna og hefur óskað eftir því að unnar verði kostnaðaráætlanir vegna
þeirra framkvæmda sem tillögurnar fela í sér.
Tillögurnar fylgja skýrslu þessari.