Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 47

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 47
47 Nefndarálit allsherjarnefndar um skýrslu kirkjuráðs. Á fund nefndarinnar komu Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands, Steindór Haraldsson kirkjuþingsmaður og Magnús E. Kristjánsson forseti kirkjuþings. Nefndin hefur fjallað um skýrslu kirkjuráðs og fylgiskjöl með henni, ásamt ræðum og ávörpum við upphaf kirkjuþings. Nefndin þakkar orð innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur einkum varðandi mikilvægi trúar, félagsgjöld þjóðkirkjufólks og samskipti kirkju og skóla. Einnig tekur nefndin heilshugar undir orð hennar er hún segir: ,,Ég hvet kirkjuna til að gera allt sem í hennar valdi stendur til að eiga áfram öfluga samleið með íslenskri þjóð.“ Nefndin tekur einnig undir orð kirkjuþingsforseta, Magnúsar E. Kristjánssonar, um mikilvægi leikmanna í fjölbreyttu starfi kirkjunnar, sérstaklega þessi orð: ,,Allir þurfa að stuðla að því að fólk vinni meira saman og að við sé meira notað orð en þið.“ Nefndin tekur undir orð biskups, Agnesar M. Sigurðardóttur er hún segir að kirkjan hafi mikilvægu hlutverki að gegna. Hún sé samnefnari samfélagsins, jafnvel einnig í augum þeirra sem ekki tilheyri henni. Hún standi með fólki í gleði og sorg og sé öllum opin. Ekki hvað síst komi það í ljós þegar á bjáti. Fjármál Allsherjarnefnd fagnar viðleitni ríkisvaldsins til leiðréttingar á sóknargjöldum sem fram hefur komið. En betur má ef duga skal. Trúfélög hafa mátt þola mikinn niðurskurð síðustu ár, mun meiri en lagður hefur verið á stofnanir sem heyra undir innanríkisráðuneytið. Allsherjarnefnd lýsir miklum áhyggjum af afkomu sókna. Er nú svo komið að víða er örðugt að halda uppi hefðbundnu safnaðarstarfi og telur Allsherjarnefnd því mjög brýnt að sóknargjöld verði leiðrétt hið fyrsta og skorar á yfirvöld að sjá til þess að það verði gert. Nefndin væntir góðs af þeim samningaviðræðum sem framundan eru milli ríkis og kirkju. Skýrsla jafnréttisnefndar Allsherjarnefnd þakkar skýrslu jafnréttisnefndar þjóðkirkjunnar. Þar er greint frá helstu niðurstöðum launakönnunar starfsfólks kirkjunnar. Ljóst er að í launuðum störfum þjóðkirkjunnar er nokkur launamunur milli kynja. Ekki er marktækur munur á fjölda sjálfboðaliða eftir kynjum í sjálfboðnu starfi innan kirkjunnar. Hlutfall launaðs starfsfólks sókna hefur minnkað og kemur það ekki á óvart í ljósi mikillar lækkunar á sóknargjöldum. Nefndin telur afar brýnt að kirkjan haldi áfram að vinna eftir jafnréttisstefnu þjóðkirkjunnar en þar segir: ,,Kirkjan byggir á þeim grunni sem lagður er af hinum upprisna frelsara. Skírn inn í það samfélag gerir engan greinarmun á konum og körlum. Kirkjan gegnir þess vegna mikilvægu hlutverki í miðlun þess boðskapar. Því er jafnréttisstefna viðurkenning manngildis og jafnréttis allra jarðarbarna.“ Um drög að samningi milli Guðfræði- og trúarbragðafræðideildar og kirkjunnar. Allsherjarnefnd telur mikilvægt að gott samstarf sé með kirkjunni og GTD um menntun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.