Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 52
52 53
Tafla 4
Hagræðingarkrafa ríkis til 06-701
Þjóðkirkjunnar á verðlagi ársins 2014
í milljónum króna
Árleg
hagræðingarkrafa
Uppsöfnuð
hagræðingarkrafa
Árið 2010 skv. viðaukasamkomulagi 186,1 186,1
Árið 2011 skv. viðaukasamkomulagi 116,3 302,4
Árið 2012 skv. viðaukasamkomulagi 43,3 345,6
Árið 2013 skv. viðaukasakomulagi 19,2 364,8
Árið 2014 skv. fjárlagafrumvarpi 2014 14,1 378,9
Samtals á verðlagi hvers árs 378,9 1.577,7
Tekin var sú stefna að vernda grunnþjónustu þjóðkirkjunnar og hagræða með því að komast
hjá uppsögnum starfsfólks. Um 90% af útgjöldunum eru launagjöld. Í fjárhagsáætlun
vegna 06701 Þjóðkirkjunnar fyrir árið 2014 kemur fram að um 124 m.kr. vantar á árinu
2014 til að endar nái saman. Ráðgert er að selja eignir Kirkjumálasjóðs sem ekki er talin
þörf fyrir eða þykja óhagkvæmar í rekstri og leggja áætlað andvirði að fjárhæð 60 m.kr. til
Biskupsstofu til þess m.a. að tryggja þjónustu kirkjunnar þrátt fyrir rýrnandi tekjustofna.
Jafnframt er gert ráð fyrir að hallinn verði fjármagnaður með framlagi Kirkjumálasjóðs að
fjárhæð 32 m.kr., framlagi Jöfnunarsjóðs sókna að fjárhæð 32 m.kr.
Hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar kirkjujarðasamkomulagsins undanfarin ár
og fyrirhugaðar aðgerðir á næsta ári skila 255 m.kr. sparnaði árið 2014 sem skiptist í
eftirfarandi liði:
Niðurlögð prestsembætti: Sparnaður 132 m.kr.
Frá árinu 2010 hafa verið lögð niður um 17 prestsembætti en þá var 141 prestur á launum
en á næsta ári er ráðgert að embættin verði 124 talsins. Árið 2010 bar ríkinu að greiða
sem samsvarar launum 139 presta en aflað var sértekna til að greiða 2 presta til viðbótar.
Árið 2014 ber ríkinu samkvæmt kirkjujarðasamkomulaginu að greiða sem samsvarar 138
prestsembættum – en aðeins er greitt vegna 109 embætta eins og komið hefur fram. Þessi
embætti hafa verið lögð niður:
Bjarnanesprestakall 50%
Holtsprestakall undir Eyjafjöllum 100%
Mosfellsprestakall, Grímsnesi 100%
Þingvallaprestakall 100%
Héraðsprestsembætti í Kjalarnesprófastsdæmi 50%
Prestsembætti í Laugarnesprestakalli 50%
Héraðsprestsembætti í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra 100%
Patreksfjarðarprestakall 50%
Staðarprestakall 100%
Skólaprestsembætti Akureyrarprestakalli 50%