Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 63

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 63
63 Kirkjuþing afgreiddi fjármál þjóðkirkjunnar með eftirfarandi þingsályktun: Kirkjuþing 2013 afgreiðir ársreikninga þjóðkirkjunnar fyrir árið 2012 um einstaka sjóði, stofnanir og viðfangsefni þjóðkirkjunnar athugasemdalaust. Farið hefur verið yfir fyrirliggjandi endurskoðunarskýrslu til kirkjuþings frá Ríkisendurskoðun. Kirkjuþing staðfestir að reikningshald kirkjulegra embætta, stofnana og sjóða fyrir árið 2012 hafi hlotið fullnægjandi endurskoðun. Undanfarin ár hefur þjóðkirkjan tekið á sig umtalsverða tekjuskerðingu þar sem greiðslur til kirkjunnar hafa minnkað ár frá ári. Annars vegar er þar um að ræða lögbundin sóknargjöld, félagsgjöld, sem ríkið innheimtir og hins vegar samningsbundnar greiðslur vegna kirkjueigna sem ríkinu voru afhentar með sérstöku samkomulagi frá 1997. Kirkjujarðasamkomulagið fjallar um afhendingu kirkjujarða til ríkisins á móti skuldbindingu um að greiða laun presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar. Þjóðkirkjan hefur ekki vikist undan ábyrgð og fallist á skerðingu á kirkjujarðasamkomulaginu undanfarin ár. Uppsöfnuð skerðing frá árinu 2010 vegna kirkjujarðasamkomulagsins er um 1,6 milljarður króna. Sóknargjöldin eru lögbundin félagsgjöld sem ganga til reksturs safnaðanna um land allt. Óumdeilt er að sóknir þjóðkirkjunnar hafa orðið fyrir mun meiri skerðingu en stofnanir innanríkisráðuneytisins. Frá fjárlögum ársins 2008 til 2011 hafa sóknargjöld lækkað sem nemur 25% umfram fjárveitingar til stofnana innanríkisráðuneytisins, samanber skýrslu nefndar innanríkisráðherra til að meta áhrif niðurskurðar fjárveitinga á starfsemi þjóðkirkjunnar. Ríkið hefur nú viðurkennt þetta misræmi og hyggst bæta skerðingu sóknargjalda undanfarinna ára að hluta með tímabundnu viðbótarframlagi. Engu að síður vantar mikið uppá að sóknargjöldin séu í samræmi við lög nr. 91/1987. Uppsöfnuð skerðing vegna sóknargjaldanna á árunum 2008 – 2013 er um 2,6 milljarðar króna. Þjóðkirkjan og söfnuðir hennar hafa því orðið fyrir tekjuskerðingu er nemur í heild um 4,2 milljörðum króna á síðastliðnum fimm árum og getur það ekki haldið áfram óbreytt. Innanríkisráðherra hefur skipað nefnd um sóknargjöld. Kirkjuþing 2013 treystir því að úr því starfi komi ásættanlegur samningur við ríkið um framtíðarskipan og innheimtu sóknargjalda sem eru félagsgjöld. Einnig að fyrirhugaðar viðræður ríkis og kirkju um endurskoðun 3. greinar kirkjujarðasamkomulagsins leiði til þess að staðið verði að fullu við kirkjujarðasamkomulagið.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue: Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)
https://timarit.is/issue/389679

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

Gerðir kirkjuþings 2013 (01.01.2013)

Actions: