Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 66
66 67
4. mál kirkjuþings 2013
Flutt af Elínborgu Gísladóttur og Katrínu Ásgrímsdóttur
Samþykkt þannig að lokinni umfjöllun í allsherjarnefnd:
Þingsályktun um skipan prestsþjónustunnar
Kirkjuþing 2013 samþykkir að nefnd sú er skipuð var vinni áfram að 4. máli kirkjuþings
2013 um skipan prestsþjónustunnar. Nefndin skili niðurstöðum sínum til kirkjuþings
2014.
Tillaga til þingsályktunar um skipan prestsþjónustunnar
1. Kirkjuþing 2013 samþykkir að fela kirkjuráði að sjá til þess að samstarfssvæðin
verði tekin til starfa um land allt fyrir 1. sept. 2014, skv. tillögum um skipan þjónustu
kirkjunnar sem samþykktar voru á kirkjuþingi 2010.
a) Prófastar verði leiðtogar á samstarfssvæðum. Þeir sjái um gerð ársáætlunar um skipan
prestsþjónustunnar á hverju samstarfssvæði einkum hvað varðar messuskyldu, í
samvinnu við presta á samstarfssvæðinu.
b) Prófastar fylgi eftir framkvæmdinni um samstarfssvæðin í prófastsdæmunum.
c) Prestum og sóknum verði gefinn kostur á að tjá sig um skipulag samstarfssvæðanna og
koma með tillögur um breytingar, er berist biskupi fyrir 1. febr. 2014.
d) Samhliða því að samstarfssvæði komi til framkvæmda verði öllum prestum og próföstum
sent nýtt erindisbréf þar sem getið verði um skyldur presta á samstarfssvæðum.
2. Kirkjuþing 2013 samþykkir að við endurskoðun þjóðkirkjulaganna verði bætt inn
ákvæðum um samstarfssvæði, sem sé ein af starfseiningum kirkjunnar við hlið sókna,
prestakalla og prófastsdæma.
a) Í auglýsingu lausra prestsembætta og í erindisbréfi presta skal að jafnaði kveðið á um
skyldur á samstarfssvæðunum, enda sé lagalegra réttinda og skyldna hlutaðeigandi
gætt í hvívetna.
b) Kirkjuráð sjái til þess að starfsreglur um sóknir, presta og prófastsdæmi verði
endurskoðaðar með það fyrir augum að tryggja tilveru samstarfssvæða enn betur og
þeirra skyldna sem þeim fylgja, einkum hvað varðar messuskyldu.
3. Kirkjuþing 2013 beinir því til biskups Íslands að biskupafundur taki til umfjöllunar
tillögur nefndarinnar um skipan prestsþjónustunnar og leggi fram niðurstöður og
tillögur á kirkjuþingi 2014 (eða á framhaldsþingi 2013).
a) Kirkjuþing 2013 minnir á að kirkjujarðasamkomulag ríkis og kirkju frá 1997 er í fullu
gildi og ber ríkisvaldinu að standa skil á 138 embættum til kirkjunnar en ekki 109 eins
og verið hefur undanfarin ár.
b) Þangað til ríkisvaldið efnir að nýju kirkjujarðasamkomulagið samþykkir kirkjuþing
eftirfarandi viðmið um hversu mörg prestsembætti skulu lögð til þjónustunnar í
prestaköllum: