Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Qupperneq 69
69
- leggja sitt af mörkum í lífi og starfi þjóðkirkjunnar
- leitast við að breiða út Guðs ríki í samfélaginu, og með því að styðja kristniboð og hjálparstarf.
Í 10.gr. er að finna ákvæði sem varðar samstarfssvæði sem nú er komið inn í starfsreglur
um presta: Sóknarprestum og prestum ber að hafa samstarf um kirkjulega þjónustu
innan hvers prófastsdæmis undir tilsjón prófasts. Samstarf presta skal skv. þessu m.a. lúta
að afleysingaþjónustu í sumarleyfum og á frídögum presta svo og þjónustu sem er með
einhverjum hætti sameiginleg fyrir samstarfssvæði og prófastsdæmið í heild.
Í þjóðkirkjulögunum frá 1997, segir m.a. um sóknir:
48. gr. Sóknin er grunneining þjóðkirkjunnar og starfsvettvangur hennar á hverjum stað. Ein
eða fleiri sóknir mynda prestakall.
49. gr. Kirkjusókn er félag þess fólks innwan þjóðkirkjunnar sem býr innan sóknarmarka.
Kirkjusókn er sjálfstæð fjárhagsleg og félagsleg eining en tengist öðrum sóknum innan
sama prestakalls, ef um það er að ræða, með samstarfi eða á annan hátt sem héraðsfundur
kann að mæla fyrir um eða einstakar sóknarnefndir stofna til. Þá tengjast kirkjusóknir
öðrum sóknum innan prófastsdæmis með sameiginlegum héraðsfundi.
Sóknarmenn eru allir þeir sem lögheimili eiga í sókn, miðað við 1. desember næstliðinn,
hafa hlotið skírn og eru skráðir í þjóðkirkjuna.
Sóknarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókn sinni og bera sameiginlega skyldur eftir
því sem nánar er kveðið á um í lögum eða með lögmæltum ákvörðunum.
Í starfsreglunum um sóknir er að finna nánari ákvæði um hlutverk og skyldur sóknar.
Ekki er hér unnt að nefna hér öll atriði sem þar er að finna og snerta þetta mál um skipan
prestsþjónustunnar. Nægir að minna á 1. greinina:
1.gr. Frumskylda kirkjusóknar er helgihald, kærleiksþjónusta og fræðsla sem nærir og eflir
trú sem starfar í kærleika. Til þess er haldið uppi:
- reglubundnum guðsþjónustum og séð til þess að sóknarbörn eigi aðgang að sálgæslu í
samtali, prédikun, sakramenti og fyrirbæn
- reglubundnu fræðslustarfi um kristna trú og sið, og stuðningi við trúaruppeldi
heimilanna með barnastarfi, fermingarfræðslu og æskulýðsstarfi
- kærleiksþjónustu á vettvangi sóknarinnar og með aðild að hjálparstarfi og kristniboði
kirkjunnar.
Þar sem ekki er unnt að halda uppi reglubundinni þjónustu, svo sem vegna fámennis, geta
sóknir í sama prestakalli, eða á sama samstarfssvæði, sameinast um ofangreinda meginþætti
safnaðarstarfs.
Þá er rétt að minna á Samþykktir um innri málefni kirkjunnar (2009) sem fjalla um hlutverk
og skyldur presta og sóknar sem grunneiningar kirkjunnar. Auk þess eru þar viðmið um
messuskyldur og skilgreiningar á grunnþætti kirkjulegs starfs í sóknum.