Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 71
71
TAFLA 1 - Messufjöldi 2012 – Samantekt
Messur Fjöldi Fjöldi Sóknarbörn voru alls 1. des. 2012: 245.120
2012 sókna sóknarb. Sóknir voru 272
0 8 154 Í 8 sóknum var engin messa, sóknarbörn alls: 154
16 116 7.228
Í meira helmingi sóknanna (116+53=169) var messað einu sinni
í mánuði eða minna, með sóknarbörn alls: 17.786 (7228+10558)
712 53 10.558
1318 16 8.560
1924 18 15.655
2530 6 7.524
3136 3 4.268
3742 3 4.405
4348 3 9.903
4954 8 43.671
5560 10 49.772
Í 19 sóknum var messað nánast alla helgidaga ársins
(5566 messur) og sums staðar oftar sóknarbörn alls: 132.143
6166 9 49.265
6772 2 13.142
7378 1 5.870
7984 0 0
8590 1 14.094
Óvíst 15 1.051 Ekki vitað: 15 sóknir, sóknarbörn alls 1051
272 245.120
Nú liggja fyrir tölur um messur 2012 og fermingarbörn 2012 úr nánast öllum 272 sóknum
landsins. (Sjá fylgiskjal A).
• Messur voru alls 3808 eða nálægt því að vera um 63 messur hvern helgan dag ársins
2012, eða að meðaltali í um fjórðung af kirkjum landsins.
• Fermingarbörn 2012 voru alls 3587 eða 83% af 14 ára börnum (14 ára á árinu 2012
voru alls 4335, skv. tölum frá Hagstofu Íslands).
Með því að fá upplýsingar um messufjölda má fá fram hversu mörg stöðugildi presta þurfi
á hverju svæði þar sem prestur annist ekki fleiri en 3640 messur á ári á svæðinu. Sú
meginregla var mótuð í þjónustunefndinni frá 2010. Þar er gengið út frá því að prestur
hafi fríhelgi einu sinni í mánuði, reglubundið fimm til sex vikna sumarleyfi, sem þýðir að
af 52 sunnudögum ársins hafi prestur allt að 16 fríhelgar. Með þessu fyrirkomulagi um
samstarfssvæðin er verið að undirstrika mikilvægi helgihaldsins í kirkjunni, en líka hversu
nauðsynlegt er að prestar fái reglubundin frí.
Þegar messuskyldur sókna eru settar inn sem einn stærsti grunnþáttur í skipan
prestsþjónustunnar kemur í ljós nokkuð misvægi í núverandi skipan embættanna. Sums
staðar eru stöðugildin of fá, annars staðar er þeim ofaukið.