Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 82
82 83
Fámennustu prestaköllin og sem hafa sóknarbörn undir 500 eru eftirfarandi:
Sóknarbörn Íbúar Hlutfall Prestaköll
496 566 87,6% Möðruvallaprestakall
481 557 86,4% Dalaprestakall
478 555 86,1% Hofsós og Hólaprestakall
472 561 84,1% Saurbæjarprestakall
468 530 88,3% Melstaðarprestakall
451 525 85,9% Skinnastaðarprestakall
439 472 93,0% Glaumbæjarprestakall
437 518 84,4% Stafholtsprestakall
425 478 88,9% Miklabæjarprestakall
421 495 85,1% Hvanneyrarprestakall
405 445 91,0% Kirkjubæjarklaustursprestakall
398 451 88,2% Hríseyjarprestakall
370 453 81,7% Djúpavogsprestakall
358 438 81,7% Staðastaðarprestakall
344 391 88,0% Skútustaðaprestakall
339 391 86,7% Reykholtsprestakall
336 372 90,3% Reykhólaprestakall
323 537 60,1% Holtsprestakall
317 372 85,2% Heydalaprestakall
298 350 85,1% Þingeyrarprestakall
Prestaköll – Samstarfssvæði – prófastsdæmi.
Þegar horft er til starfseininga kirkjunnar, sókna, prestakalla og prófastsdæma verður
ávallt að hafa í huga að hér er skipulag sem vel má breyta ef þörf sýnist svo og rök hníga
í þá átt að nauðsynlegt sé. Starfseiningarnar eru hluti að skipulagi þjóðkirkjunnar og eiga
stoð í þjóðkirkjulögum og víðar. Hins vegar á það ekki við um samstarfssvæðin.
Á kirkjuþingi 2010, í 7. máli um þjónustu kirkjunnar, voru samþykktar meginhugmyndir
nefndarinnar, m.a. um samstarfssvæði. Kirkjuráð fól kirkjustarfshópi að útfæra
framkvæmdina að samstarfssvæðum og voru þær samþykktar á fundi kirkjuráðs í febrúar
2011. Þar segir:
1. Bréf sent út til allra presta og sóknarnefnda – fundir ákveðnir, kynnt á prófastafundi,
leikmannastefnu og prestastefnu. Kynningarefni útbúið (birta á kirkjan.is).
2. Sóknarprestar fundi með sóknarnefndum, prestum, djáknum, organistum og öðru
starfsfólki, og geri starfsáætlun, m.a. messuáætlun fyrir sína sókn.
3. Prófastur kallar saman og stýrir fyrsta fund samstarfssvæðisins, með prestum og
fulltrúum sóknanna (í mars og maí).
4. Á fundinn mæti jafnframt fulltrúi nefndarinnar til að kynna hugmyndirnar.