Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 97
97
10. mál kirkjuþings 2013
Flutt af Bjarna Kr. Grímssyni
Þingsályktun um tillögu að starfsreglum um breytingu á
starfsreglum um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007
Kirkjuþing 2013 samþykkir að vísa málinu til kirkjuráðs. Kirkjuráð skili tillögum á
kirkjuþingi 2014.
Tillaga að starfsreglum um breytingu á starfsreglum
um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007
1. gr.
Við starfsreglurnar bætist ákvæði til bráðabirgða svohljóðandi:
I. Í prestaköllum þar sem skylda til að leggja til prestssetur er afnumin skal niðurlagning
öðlast gildi við lok skipunartíma þess prests sem situr prestakallið. Sé presti í prestakalli þar
sem skylda til að leggja til prestssetur er afnumin, veitt lausn frá embætti,skal niðurlagning
þó öðlast gildi frá sama tíma.
II. Ef um prestsbústað er að ræða þ.e. íbúðarhús ásamt lóð, skal viðkomandi prestur eiga
rétt á að leigja viðkomandi hús áfram í allt að eitt ár, að loknum skipunartíma óski hann
þess enda gegni hann sama prestsembætti þann tíma. Leigugjald reiknast samkvæmt
gildandi starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar.
III. Ef um prestssetursjörð er að ræða, skal jörð skilað á næstu fardögum að vori eftir
að niðurlagning hefur öðlast gildi. Íbúðarhús það á prestssetursjörðinni sem viðkomandi
prestur hefur haft til afnota skal skal hann þó eiga rétt á að leigja áfram í allt að eitt ár óski
hann þess, enda gegni hann sama prestsembætti þann tíma. Leigugjald reiknast samkvæmt
gildandi starfsreglum um prestssetur og aðrar fasteignir kirkjunnar.
2. gr.
Starfsreglur þessar sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast gildi þegar í stað. Jafnframt fellur brott frá sama tíma
1. mgr. ákvæðis til bráðabirgða í starfsreglum nr. 1115/2011, um breytingu á starfsreglum
um skipulag kirkjunnar í héraði nr. 1026/2007.
Athugasemdir við tillögu þessa
Á kirkjuþingi 2011 voru samþykktar starfsreglur þess efnis að tiltekin prestssetur skyldu
lögð niður. Prestssetur sem falla eiga niður eru í eftirtöldum prestaköllum og skipunartími
þeirra presta sem þjóna viðkomandi prestaköllum rennur út eftir því sem hér er tekið fram: