Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 105
105
5. gr.
■Við málsmeðferð og ákvarðanir kirkjulegra stjórnvalda samkvæmt lögum þessum skal
fylgt ákvæðum upplýsingalaga og stjórnsýslulaga eftir því sem við getur átt, þar á meðal
um sérstakt hæfi til meðferðar einstakra mála.
6. gr.
■Um tengsl þjóðkirkjunnar og ríkisvaldsins fer samkvæmt lögum og þeim samningum
sem eru í gildi hverju sinni milli ríkisins og kirkjunnar.
■Sá ráðherra sem fer með kirkjumál í ríkisstjórn hefur með höndum samskipti við
þjóðkirkjuna af hálfu ríkisvaldsins.
7. gr.
Þjóðkirkjan ræður innri málefnum sínum um skipulag, stofnanir og valdmörk þeirra á
milli.
III. kafli
Söfnuðir og samvinna í héraði
8. gr.
■Söfnuður er félagsleg grunneining þjóðkirkjuna. Söfnuður á tilteknu landssvæði myndar
sókn sem er starfssvæði safnaðar á hverjum stað. Hver sókn hefur sína kirkju sinn prest /
nýtur prestsþjónustu.
■Safnaðarmenn eru allir þeir sem hafa hlotið skírn og eru skráðir í þjóðkirkjuna.
■Um skiptingu sóknargjalda fer samkvæmt gildandi lögum og samningum hverju sinni.
■Hlutverk safnaða er að standa fyrir guðsþjónustuhaldi, trúfræðslu og kærleiksþjónustu.
Allir safnaðarmenn eiga rétt á kirkjulegri þjónustu í sókninni.
■Kirkjuþing setur starfsreglur um skipulag kirkjunnar og fjármál safnaða í héraði.
9. gr.
■Sóknarnefnd, kjörin af aðalsafnaðarfundi, ber ábyrgð á rekstri og framkvæmdum og
styður kirkjulega þjónustu í sókninni ásamt prestum og starfsmönnum hennar.
■Sóknarnefnd er ásamt sóknarpresti í fyrirsvari fyrir söfnuðinn gagnvart stjórnvöldum,
stofnunum og einstaklingum. Hún hefur ásamt sóknarpresti umsjón með kirkju
safnaðarins og safnaðarheimili.
■Kirkjuþing setur nánari ákvæði í starfsreglur um stöðu, störf og skyldur sóknarnefnda og
starfsmanna sókna, héraðsfundi sem eru vettvangur sókna til þess að ræða sameiginleg
málefni kirkjunnar í héraði og um samráðsvettvang leikmanna.
IV. kafli
Kirkjuþing
10. gr.
■Kirkjuþing hefur æðsta vald í málefnum þjóðkirkjunnar nema lög mæli á annan veg.
■Kirkjuþing setur starfsreglur um stjórnsýslu og starfsemi þjóðkirkjunnar, þar á meðal