Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 106

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 106
106 107 um agamál og lausn ágreiningsmála á vettvangi kirkjunnar og um yfirstjórn kirkjunnar. Kirkjuþing markar þjóðkirkjunni stefnu í málefnum hennar. 11. gr. ■Kirkjuþingsfulltrúar eru kosnir leynilegri kosningu til fjögurra ára í senn. ■Kirkjuþing ákveður í starfsreglum skipan kjördæma kirkjuþings og fjölda kirkjuþingsmanna. ■Á kirkjuþingi skulu leikmenn vera fleiri en vígðir. ■Kirkjuþing kýs þingforseta úr röðum leikmanna og tvo varaforseta úr röðum þingfulltrúa. Saman mynda þeir forsætisnefnd kirkjuþings. ■Kirkjuþing setur í starfsreglum nánari ákvæði um kjör til kirkjuþings, seturétt annarra en kjörinna fulltrúa á þinginu og þingsköp. ■Við skipan kirkjuþings ber sérstaklega að hafa í huga ákvæði 2. mgr. 4. gr. laga þessara. 12. gr. ■Forseti kirkjuþings kallar þingið saman, stýrir því og ber ábyrgð á starfsemi þess. Hann undirbýr þinghaldið í samráði við forsætisnefnd. Með sama hætti fylgir hann eftir samþykktum kirkjuþings eftir því sem við á. ■Forseti kirkjuþings skal birta starfsreglur frá kirkjuþingi og aðrar réttarskapandi ákvarðanir þess innan fjögurra vikna frá samþykkt þeirra og skal sú birting vera í samræmi við lög um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Hafi ekki verið á annan veg mælt í starfsreglunum öðlast þær gildi á þrítugasta degi frá birtingu þeirra. 13. gr. ■Samþykktir um helgisiði og kenningarleg málefni skulu sæta umfjöllun í ráðgjafarnefnd um kenningarleg málefni áður en þær hljóta endanlega afgreiðslu á kirkjuþingi. ■Komi fram á kirkjuþingi tillögur um verulegar breytingar skal vísa málinu að nýju til kenningarnefndar og prestastefnu. ■Þegar kenningarnefnd og prestastefna hafa að nýju fjallað um málið kemur það til endanlegrar afgreiðslu á kirkjuþingi og skal þá hljóta 2/3 hluta greiddra atkvæða til að teljast samþykkt enda séu 2/3 hlutar kirkjuþingsmanna á fundi. 14. gr. ■Kirkjuþing hefur á hendi fjárstjórnarvald þjóðkirkjunnar. ■Nánari ákvæði um tilhögun fjárstjórnarvalds kirkjuþings skal þingið setja í starfsreglur. 15. gr. ■Kirkjuþing hefur frumkvæði að frumvörpum til laga um kirkjuleg málefni og beinir tilmælum til ráðherra um að þau verði flutt á Alþingi. Kirkjuþing veitir umsagnir um lagafrumvörp um kirkjuleg málefni er ráðherra hyggst flytja á Alþingi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.