Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Side 110
110 111
VIII. kafli
Eignarréttur, fjármál þjóðkirkjunnar, launagreiðslur og réttarstaða starfsmanna.
32. gr.
■Kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum prestssetrum og því
sem þeim fylgir, eru eign íslenska ríkisins samkvæmt samningum um kirkjueignir milli
íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar. Andvirði seldra jarða rennur í ríkissjóð.
■Prestssetur, þ.e. prestssetursjarðir og prestsbústaðir, sem prestssetrasjóður tók við yfir
stjórn á frá dóms og kirkjumálaráðuneytinu 1. janúar 1994 með síðari skjalfestum
afhend ing um frá ráðu neytinu, svo og prestsbústaðir, hús og aðrar eignir sem prestssetra
sjóður hefur keypt, eru eign þjóðkirkjunnar með öllum réttindum, skyldum og kvöðum
samkvæmt samningi um prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar.
■Kirkjuþing setur nánari ákvæði um prestssetur og aðrar eignir í starfsreglur.
33. gr.
■Þær kirkjur og kirknaeignir í umsjá aðila innan þjóðkirkjunnar sem þinglýstar
eignarheimildir ná ekki til skulu taldar eign þjóðkirkjunnar og viðkomandi sóknar nema
sýnt sé fram á annað. Kirkjur og kirknaeignir verða ekki veðsettar eða af hendi látnar
nema biskup Íslands, viðkomandi sókn og kirkjuþing samþykki.
34.gr.
■Íslenska ríkið greiðir þjóðkirkjunni árlegt framlag á grundvelli samninga um kirkjueignir
og prestssetur milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar til viðbótar öðrum tekjustofnum
hennar, lögbundnum sem ólögbundnum.
35. gr.
■Þjóðkirkjan fer með málefni Kristnisjóðs samkvæmt lögum um Kristnisjóð o.fl.,
kirkjumálasjóðs samkvæmt lögum um kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna samkvæmt
II. kafla laga um sóknargjöld o.fl. Kirkjuþing setur nánari ákvæði um framkvæmd þessa í
starfsreglur.
36. gr.
■Á grundvelli samkomulags milli íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar 10. janúar 1997
um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar og samnings
sömu aðila 4. september 1998 um rekstrarkostnað vegna prestsembætta og prófasta,
rekstrarkostnað Biskupsstofu, framlag til kristnisjóðs og sérframlög til þjóðkirkjunnar
skal íslenska ríkið standa skil á launum biskups Íslands, vígslubiskupanna í Skálholti og á
Hólum, 138 starfandi presta og prófasta þjóðkirkjunnar og 18 starfsmanna Biskupsstofu.
■Fjölgi þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok 1996
skal ríkið greiða laun eins prests til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari
fjölgun. Fækki þeim sem skráðir eru í þjóðkirkjuna um 5.000 miðað við þjóðskrá í árslok
1996 lækkar tala starfandi presta í 1. mgr. um einn. Sama á við um frekari fækkun.
■Fjölgi prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., skal ríkið greiða laun eins starfsmanns