Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 111
111
á Biskupsstofu til viðbótar því sem greinir í 1. mgr. Sama á við um frekari fjölgun. Fækki
prestum um tíu, sbr. það sem greinir í 2. mgr., lækkar tala starfsmanna á Biskupsstofu um
einn. Sama á við um frekari fækkun.
■Um greiðslu launa til framangreindra starfsmanna þjóðkirkjunnar fer eftir lögum um
kjararáð eða lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna, eftir því sem við getur átt.
■Launagreiðslur annarra starfsmanna þjóðkirkjunnar eru ríkinu óviðkomandi.
37. gr.
■Þeir starfsmenn þjóðkirkjunnar sem íslenska ríkinu er skylt að standa skil á launum
vegna, sbr. 36. gr., njóta réttinda og bera skyldur sem opinberir starfsmenn eftir því sem
nánar er mælt fyrir um í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, svo og öðrum
lögum er kveða á um réttarstöðu opinberra starfsmanna.
IX. kafli
Gildistaka o.fl.
38. gr.
■Kirkjuþingi er heimilt að setja starfsreglur um önnur málefni þjóðkirkjunnar en lög þessi
taka til enda sé þess gætt að þær séu ekki í andstöðu við önnur lög um trúarleg og kirkjuleg
málefni.
39. gr.
■Lög þessi öðlast gildi xxxxx ?
40. gr.
■Við gildistöku laga þessara falla úr gildi lög nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar með áorðnum breytingum, lög nr. 36/1931 um embættiskostnað
sóknarpresta og aukaverk þeirra með áorðnum breytingum og lög nr. 9/1882 um leysing
á sóknarbandi með áorðnum breytingum. Jafnframt breytast við gildistöku laganna
eftirfarandi lagaákvæði:
23. gr. laga nr. 35/1970 um Kristnisjóð o.fl. með síðari breytingum orðast svo:
Þjóðkirkjan hefur á hendi umsjá og stjórn Kristnisjóðs. Kirkjuþing setur nánari reglur
um framkvæmdina í starfsreglur. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd af
Ríkisendurskoðun.
2. gr. laga nr. 138/1993 um kirkjumálasjóð orðast svo:
Ríkissjóði ber að skila kirkjumálasjóði árlega af tekjuskatti gjaldi er nemur 14,3% af
gjöldum sem renna til þjóðkirkjusafnaða samkvæmt lögum um sóknargjöld. Gjaldið
greiðist mánaðarlega.
3. og 4. gr. laga nr. 138/1993 um kirkjumálasjóð falla brott.
5. gr. laga nr. 138/1993 um kirkjumálasjóð orðast svo:
Þjóðkirkjan hefur á hendi umsjá og stjórn kirkjumálasjóðs. Kirkjuþing setur nánari
reglur um framkvæmdina í starfsreglur. Reikningsleg endurskoðun skal framkvæmd
af Ríkisendurskoðun.