Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 121
121
c. Hlutverk prófastsdæma
Innan hvers prófastsdæmis er sett saman áætlun um fræðslumál. Skilgreint hvað
gert er í hverri sókn eða prestakalli, hvað innan samstarfssvæðis og hvað á vettvangi
prófastsdæmisins í heild.
Prófastsdæmi sinni sérstökum verkefnum í unglingastarfi svo sem lífsleikni í
framhaldsskólum, eftir því sem aðstæður leyfa.
Á vegum prófastsdæmis sé starfrækt fræðsla meðal fullorðinna í samvinnu við fræðslusvið
Biskupsstofu þar sem sókn eða prestakall hafa ekki bolmagn til þess.
Í prófastsdæmum sé boðið upp á starfsmannaþjálfun svo og námskeið fyrir kennara og
annað starfsfólk í fræðslu og uppeldismálum, í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu.
Greinargerð: hér er reynt að skerpa á þeirri sýn að innan hvers prófastsdæmis sé ákveðin
heildarsýn sett fram í samræmi við aðstæður og mögulegan mannafla.
d. Fræðslusvæði - fræðslufulltrúar
Prófastsdæmi geta myndað fræðslusvæði til að sinna fræðsluhlutverki sínu.
Innan hvers prófastsdæmis eða fræðslusvæðis sé fræðslufulltrúi sem annist fræðsluna
undir umsjón prófasts og í samvinnu við fræðslusvið Biskupsstofu.
e. Kirkjumiðstöðvar
Þar sem starfsræktar eru kirkjumiðstöðvar geta þær með samþykki héraðsfunda og eða
sókna tekið að sér einstaka fræðsluverkefni svo sem barnastarf á sumrin, skipuleggja
fermingarbarnamót og fræðslu fullorðinna á svæðinu.
Í Skálholti verði hugað að uppbyggingu miðstöðvar fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks,
hagnýtt nám djákna og guðfræðinema, og símenntun presta og djákna, allt eins og við
verður komið.
f. Fræðslusvið Biskupsstofu - fræðsluþing
Fræðslusvið Biskupsstofu hefur það hlutverk að fylgja eftir fræðslustefnu Þjóðkirkjunnar
í umboði biskups Íslands.
Fræðslusvið Biskupsstofu skiptist í eftirfarandi fimm megin ábyrgðarsvið:
• Barnafræðslu – foreldrafræðslu
• Fermingarfræðslu
• Unglingastarf fræðslu fyrir unglinga og ungt fólk
• Fræðslu fullorðinna (Leikmannaskólinn)
• Starfsmannaþjálfun kirkjunnar
• Efnisgerð, menntun leiðtoga og starfsfólks Þjóðkirkjunnar verði fyrst og fremst á
ábyrgð fræðslusviðs Biskupsstofu.