Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 129
129
21. mál kirkjuþings 2013
Flutt af Magnúsi E. Kristjánssyni, Ingu Rún Ólafsdóttur, Stefáni Magnússyni
Starfsreglur um breytingu á starfsreglum um
þingsköp kirkjuþings nr. 949/2009
1. gr.
2. ml. 2. mgr. 1. gr. orðist svo:
Heimilt er að gera allt að sex mánaða hlé á þingfundum milli umræðna eða áður en síðari
umræðu um þingmál lýkur.
2. gr.
13. gr. orðist svo:
Þingmál skulu almennt hafa borist forseta kirkjuþings fjórum vikum fyrir upphaf þings.
Þó er nægilegt að skýrslur kirkjuráðs, þjóðmálanefndar og um fjármál þjóðkirkjunnar
berist forseta þremur vikum fyrir upphaf þings.
Ef kirkjuþingi er frestað um meira en einn mánuð er einnig heimilt að leggja fram ný
þingmál fjórum vikum fyrir þann tíma að kirkjuþing, sem frestað hefur verið samkvæmt
heimild í 1. gr., kemur saman að nýju. Einungis verða lögð fram þingmál skv. þessari
málgrein sem eiga rót að rekja til samþykkta á fundum kirkjuþings þess sem frestað var og
telja má í rökréttu og eðlilegu samhengi við samþykktir þess þings. Að öðru leyti fer um
framlagningu, kynningu og málsmeðferð samkvæmt því er greinir í starfsreglum þessum
um þingmál kirkjuþings.
Forsætisnefnd getur veitt undanþágu frá greindum tímamörkum ef sérstök rök mæla með
því.
3. gr.
1. mgr. 14. gr. orðist svo:
Kirkjuþingsmenn geta boðað til sérstaks þingmálafundar í kjördæmum sínum til
kynningar á þingmálum sem þeir hyggjast flytja, áður en málið er sent forseta, sbr. 1. mgr.
13. gr. Aðrir sem hafa tillögurétt og málfrelsi á kirkjuþingi, skulu eiga þess kost að mæta
á þá fundi og kynna mál ef þeir óska þess. Kirkjumálasjóður greiðir hóflegan kostnað við
fundaraðstöðu.
4. gr.
Starfsreglur þessar, sem settar eru með heimild í 59. gr. laga um stöðu, stjórn og starfshætti
þjóðkirkjunnar nr. 78/1997 öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur brott ákvæði til bráðabirgða
frá sama tíma.