Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 135

Gerðir kirkjuþings - 01.01.2013, Page 135
135 26. mál kirkjuþings 2013 Flutt af Steindóri Haraldssyni og Birgi Rafni Styrmissyni Tillaga til þingsályktunar um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa Kirkjuþing 2013 ályktar að nefnd sú sem kosin var á kirkjuþingi 2012 til að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa starfi áfram og skili tillögum til kirkjuþings að vori 2013. Greinargerð. Á 49. kirkjuþingi 2012 var kjörin nefnd til að endurskoða starfsreglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa. Í nefndina voru kjörin sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, og kirkjuþingsmennirnir Margrét Björnsdóttir, Pétur Björgvin Þorsteinsson og Steindór Haraldsson. Pétur Björgvin lét af störfum og flutti utan á tímabilinu, í hans stað var kjörinn Birgir Rafn Styrmisson kirkjuþingsmaður. Margrét Björnsdóttir sagði sig úr nefndinni í októbermánuði 2013 og voru ekki tök á að kjósa annan fulltrúa í hennar stað. Nefndin hefur ekki lokið við endurskoðun starfsreglnanna en leggur hér fram til umræðu eftirfarandi fjóra meginþætti sem nefndin er sammála um að beri að hafa í huga við endurskoðun starfsreglna um kjör biskups Íslands og vígslubiskupa: 1. Mikilvægi þess að tryggja gegnsæi og lýðræðislegt fyrirkomulag í biskupskosningum. a) Semja þarf siðareglur um kosningar innan þjóðkirkjunnar 2. Jafna vægi atkvæða. Tillögur um hvernig jafna megi atkvæðavægi a) Binda ákveðinn fjölda kjörmanna við hvert prófastsdæmi. Til er reiknilíkan (sjá fylgiskjal) til að velja á kirkjuþing sem gengur út frá núverandi prófastsdæmaskipan. Þetta er reikniregla sem búið er að samþykkja. b) Binda atkvæðafjölda við prestaköll. Meginregla: Eitt prestakall hefur eitt atkvæði fyrir hvern starfandi prest. Að auki hefur hvert prestakall atkvæði leikmanns, hér kallað „kjörmannaatkvæði“, sem fjölgar eftir stærð. Er þá miðað við fjölda sóknarbarna. Ákveða þarf fjölda sóknarbarna á bak við hvern kjörmann. 2000, 3000 eða 4000 sóknarbörn (sjá fylgiskjal). c) Halda núverandi kerfi, þ.e. að hver sókn hafi atkvæði, en fjölga í stærri sóknum. 3. Biskupskandidatar þurfi tilnefningu kjörmanna. Lagt er til að tilnefningin sé 5% kjörmanna, þar af minnst 10 vígðir og 10 leikmenn. a) Tryggja verður að biskupskandídatar hafi bakland í þjóðkirkjunni. 4. Nefndin leggur til að fjöldi kjörmanna verði um 600. a) Með þessum fjölda kjörmanna ætti að vera tryggt að allir sóknarnefndarformenn geti haldið nýfengnum kosningarétti sínum. Málið var dregið til baka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.