Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 156

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Side 156
sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“ (Lúk 9.60) Annar maður vill fá að kveðja fjölskyldu sína áður en hann fylgir Jesú. Því svarar Jesús með orðunum: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í Guðs ríki.“ (Lúk 9.62) Þessi dæmi úr samstofna guðspjöllunum sýna glöggt að þeir sem gerðust lærisveinar Jesú stóðu frammi fýrir því vali að þurfa að yfir- gefa allt, þar með talið eiginkonur og börn og annað sem þeir áttu, samanber orð Péturs: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“ (Lúk 18.28) Svar Jesú við þeim orðum var: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í hinum komandi heimi eilíft líf.“ (v. 29-30) í Ijósi ofangreindra frásagna Nýja testamentisins er skiljanleg sú forna, kristna túlkun og hugsjón að eftirfylgd við Jesú feli í sér að lifa lífi geldingsins, þ.e. á svipaðan hátt og einstaklingur sem ekki er hæfur til kynlífs og hjónalífs.12 Samkvæmt frásögnum samstofna guðspjallanna heyrðu eftirfylgjendur Jesú það skýrt af vörum hans sjálfs að ekkert hjónaband væri eftir upprisuna og drógu því þá ályktun að markmið hins nýja lífs í Kristi væri að verða eins og englar á himni, sem hvorki giftast né lifa fjölskyldulífi. (Matt 22.30) Svipuð stef eru margsinnis endurtekin í bréfum Páls postula og því má draga þá ályktun að hinir fyrstu fylgjendur Jesú hafi ekki átt í vandræðum með að finna stuðning við sams konar túlkun og rædd hefur verið hér að framan. Dæmi um þetta er að finna í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna en þar fjallar Páll um margvísleg kynlífs- og hjúskapartengd málefni sem borin eru undir hann (5-7 kafli). Svör hans við spurningum Korintumanna eru þó bæði flókin og margræð. Greinilegt er að Páll á í vanda að velja á milli tveggja kosta: Fullkomins frelsis í kynlífi annars vegar og kynferðislegs meinlætalífs hins vegar. I upphafi sjöunda kaflans virðist þó koma fram visst grundvallarsjónarmið í þeim efnum, nefnilega að það sé gott fýrir karlmann að vera ekki við konu kenndur. Þetta sjónarmið má þó skilja sem hugsjón fremur en reglu því Páll er raunsæismaður og gerir sér grein fyrir að það er á fárra færi að lifa samkvæmt slíku viðmiði. Hér er því ákveðin klemma á ferð 12 Nú um stundir er stundum talað um þriðja kynið (e. intersex) þegar reynt er að finna nafn yfir þá einstaklinga sem fæðast með óræð kynfaeri og búa ekki yfir æxlunarmöguleikum. I Austurlöndum hafa svokallaðar hijrur fylgt menningarsögunni í árþúsundir og mögulegt er að texti Lúkasarguðspjalls vísi til svipaðs fyrirbæris. 154
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.