Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2012, Page 156
sína dauðu en far þú og boða Guðs ríki.“ (Lúk 9.60) Annar maður vill fá
að kveðja fjölskyldu sína áður en hann fylgir Jesú. Því svarar Jesús með
orðunum: „Enginn sem leggur hönd á plóginn og horfir aftur er hæfur í
Guðs ríki.“ (Lúk 9.62)
Þessi dæmi úr samstofna guðspjöllunum sýna glöggt að þeir sem
gerðust lærisveinar Jesú stóðu frammi fýrir því vali að þurfa að yfir-
gefa allt, þar með talið eiginkonur og börn og annað sem þeir áttu,
samanber orð Péturs: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum
þér.“ (Lúk 18.28) Svar Jesú við þeim orðum var: „Sannlega segi ég
yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn
vegna Guðs ríkis án þess að hann fái margfalt aftur á þessum tíma og í
hinum komandi heimi eilíft líf.“ (v. 29-30) í Ijósi ofangreindra frásagna
Nýja testamentisins er skiljanleg sú forna, kristna túlkun og hugsjón að
eftirfylgd við Jesú feli í sér að lifa lífi geldingsins, þ.e. á svipaðan hátt
og einstaklingur sem ekki er hæfur til kynlífs og hjónalífs.12 Samkvæmt
frásögnum samstofna guðspjallanna heyrðu eftirfylgjendur Jesú það
skýrt af vörum hans sjálfs að ekkert hjónaband væri eftir upprisuna og
drógu því þá ályktun að markmið hins nýja lífs í Kristi væri að verða
eins og englar á himni, sem hvorki giftast né lifa fjölskyldulífi. (Matt
22.30) Svipuð stef eru margsinnis endurtekin í bréfum Páls postula og
því má draga þá ályktun að hinir fyrstu fylgjendur Jesú hafi ekki átt
í vandræðum með að finna stuðning við sams konar túlkun og rædd
hefur verið hér að framan. Dæmi um þetta er að finna í Fyrra bréfi Páls
postula til Korintumanna en þar fjallar Páll um margvísleg kynlífs- og
hjúskapartengd málefni sem borin eru undir hann (5-7 kafli). Svör
hans við spurningum Korintumanna eru þó bæði flókin og margræð.
Greinilegt er að Páll á í vanda að velja á milli tveggja kosta: Fullkomins
frelsis í kynlífi annars vegar og kynferðislegs meinlætalífs hins vegar. I
upphafi sjöunda kaflans virðist þó koma fram visst grundvallarsjónarmið
í þeim efnum, nefnilega að það sé gott fýrir karlmann að vera ekki við
konu kenndur. Þetta sjónarmið má þó skilja sem hugsjón fremur en
reglu því Páll er raunsæismaður og gerir sér grein fyrir að það er á fárra
færi að lifa samkvæmt slíku viðmiði. Hér er því ákveðin klemma á ferð
12 Nú um stundir er stundum talað um þriðja kynið (e. intersex) þegar reynt er að finna nafn
yfir þá einstaklinga sem fæðast með óræð kynfaeri og búa ekki yfir æxlunarmöguleikum. I
Austurlöndum hafa svokallaðar hijrur fylgt menningarsögunni í árþúsundir og mögulegt er að
texti Lúkasarguðspjalls vísi til svipaðs fyrirbæris.
154