Orð og tunga - 01.06.1988, Page 16
4
Orð og tunga
niðurstöðum hennar er meðal annars að finna lista yfir tíðni orðmynda og orða,
bakstöðulista orða og orðmynda og lista yfir öll orðin sem komu fyrir í skáldsög-
unum, alls 16.193 orð, þar sem raðað er saman öllum orðmyndum hvers orðs.
Þar kemur meðal annars fram að það orð sem kemur fyrir í flestum orðmyndum
er sögnin avoir, samtals 43 orðmyndir. Einnig er þar að finna töflur sem sýna
tíðni bókstafa, tíðni einstakra orðflokka o.m.fl.
Til gamans eru 10 algengustu orðmyndirnar í sænsku og frönsku samkvæmt
þessum könnunum sýndar í töflu 2.
Þá er komið að því að fjalla stuttlega um helstu tíðnikannanir sem gerðar
hafa verið á íslensku nútímamáli.
3.2 Algengustu orðmyndir málsins og stafsetningar-
kennslan
Það mun hafa verið Ársæll Sigurðsson skólastjóri sem fyrstur manna rannsakaði
orðtíðni í íslensku nútímamáli og birti hann niðurstöður sínar í greininni Algeng-
ustu orðmyndir málsins og stafsetningarkennslan í Menntamálum árið 1940. I
þessari rannsókn leitast Ársæll við að ákvarða algengasta orðaforða málsins „í
þeim höfuðtilgangi að finna leið til að gera stafsetningarkennsluna aðgengilegri
og raunhæfari en áður, en þó vænlegri til betri árangurs“ (Ársæll Sigurðsson
1940:9-10). Efnivið sinn veddi Ársæll með hliðsjón af þessu markmiði úr eft-
irtöldum efnisflokkum: stílum barna, sendibréfum fullorðinna, lesbókum, nátt-
úrufræði, sögu og landafræði.
Við talninguna setti Ársæll sér ýmsar reglur og er rétt að minnast á þær helstu
hér. I fyrsta lagi voru tvær eða fleiri samhljóða beygingarmyndir orða af sama
orðflokki taldar sem ein orðmynd. Tvær eða fleiri samhljóða beygingarmyndir
orða af ólíkum orðflokkum voru hins vegar taldar ólíkar orðmyndir. Sem dæmi
mætti taka að samkvæmt þessari reglu væru beygingarmyndirnar staða (no kvk
et nf)1 og staða (no kk ft ef) taldar ein orðmynd vegna þess að orðflokkurinn
er hinn sami, en beygingarmyndirnar skipum (so lp ft nt) og skipum (no hk þgf
ft) væru hins vegar taldar tvær orðmyndir þar sem ekki er um sama orðflokk að
ræða. Vegna þessarar reglu þurfti Ársæll að láta þess getið við hverja orðmynd
hvaða orðflokki hún tilheyrði.
I öðru lagi voru skammstafanir, samtengingar og nokkur föst orðasambönd
talin sem ein orðmynd jafhvel þótt þau væru fleiri en eitt lesmálsorð, t.d. var
eins og, einu sinni og o. fl. hvert um sig talið ein orðmynd.
I þriðja lagi voru eiginnöfn og ártöl talin í einu lagi en ekki hver orðmynd
þeirra fyrir sig og er því engar tölur að liafa um orðmyndafjölda þeirra í nið-
urstöðum Ársæls, aðeins um fjölda lesmálsorðanna. Þetta segir Ársæll að hafi
verið gert til að létta vinnu en enga hagnýta þýðingu hafi að fá vitneskju um
tíðni þessara orða. Þetta má vera rétt hvað ártölin varðar en ekki verður séð
að eiginnöfn hafi það mikla sérstöðu meðal nafnorða að það réttlæti þessa með-
ferð. Það verður heldur ekki séð að þetta hafi létt svo mjög vinnu því að ártöl
og eiginnöfn eru aðeins rúmlega 3,5% lesmálsorðanna eins og fram kemur hér á
1 Hér verða ekki hafðir punktar í skammstöfunum orðflokka og málfræðiatriða.