Orð og tunga - 01.06.1988, Blaðsíða 17
Friðrik Magnússon: Evað er títt?
5
eftir. Því verður að hafa í huga að tölur um orðmyndafjölda í könnun Ársæls
Sigurðssonar sem nefndar verða hér á eftir eru að frádregnum eiginnöfhum og
ártölum.
I fjórða lagi má svo geta þess að orð sem ekki voru rituð samkvæmt gildandi
stafsetningu voru samræmd henni.
Helstu niðurstöður úr rannsókn Ársæls Sigurðssonar eru sem hér segir. Alls
reyndust lesmálsorðin vera 100.227, þar af 3.530 eiginnöfn (3,52%) og 49 ártöl
(0,05%). Mismunandi orðmyndir voru 13.636. Tafla 3 sýnir tíðni 10, 25 og
100 algengustu orðmyndanna auk þess sem hún sýnir hversu margar orðmyndir
komu fyrir tíu sinnum eða oftar, hve margar komu fyrir tvisvar sinnum eða oftar
svo og hve margar komu aðeins fyrir einu sinni. Eins og heildartala lesmálsorða
gefur til kynna eru eiginnöfn og ártöl ekki talin með í þessari töflu, enda voru
orðmyndir þeirra ekki taldar eins og áður sagði. Hundraðstölur lesmálsorða eru
því reiknaðar út frá þessari heildartölu, 96.648.
Tíðni Fjöldi % orðmynda Lesmálsorð % lesmálsorða
> 1 277 10 0,07 23.695 24,52
> 523 25 0,18 35.548 36,78
> 99 100 0,73 50.263 52,01
> 10 990 7,26 73.155 75,69
> 2 5.389 39,52 88.401 91,47
= 1 8.247 60,48 8.247 8,53
Alls 13.636 100,00 96.648 100,00
Tafla 3: Helstu niðurstöður úr rannsókn Ársæls Sigurðssonar
I þessari töflu kemur meðal annars fram að 100 algengustu orðmyndirnar sem
eru aðeins 0,73% af orðmyndafjöldanum koma fyrir 50.263 sinnum sem er 52,01%
alls lesmálsins. Einnig kemur fram að meirihluti orðmyndanna, eða 60,48%,
kemur aðeins fyrir einu sinni.
Um þessar niðurstöður segir Ársæll Sigurðsson (1940:19-20):
Samanburður þessi sýnir Ijóslega, að það eru tiltölulega fáar orðmynd-
ir, sem mynda meginhluta lesmálsins, en aftur á móti verður meiri hluti
einstakra orðmynda aðeins lítill liluti af lesmálinu. [... ]
Þetta sannar því það, að um íslenzkuna gildir hið sama og um aðrar
menningartungur, að ritað mál (talmál sennilega ekki síður) er samsett af
fáum orðmyndum, sem oft eru endurteknar, og mörgum orðmyndum, sem
sjaldan eða aldrei eru endurteknar.
Nú verður vikið að öðrum tíðnirannsóknum að sinni en niðurstöður Ársæls
notaðar til samanburðar í kafla 6.1 hér á eftir. Rannsókn Ársæls Sigurðssonar
er merkilegt brautryðjandaverk sem margt er hægt að læra af varðandi tíðni-
rannsóknir á íslensku máli. Hins vegar er mér ekki kunnugt um það hvort