Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 21
Friðrik Magnússon: Hvað er títt?
9
Þetta verður að nægja að sinni um tíðnirannsókn Ástu Svavarsdóttur. Þar
er af miklu fleira að taka en hér hefur verið nefnt, sérstaklega er varðar tíðni
beygingarendinga svo og túlkun niðurstaðnanna með tilhti til mörkunar beyg-
ingarendinga. Niðurstöður Ástu um skiptingu nafhorðamilh kynja verðanotaðar
til samanburðar hér á eftir í töflu 15 í kafla 6.2.
3.6 Aðrar tíðnikannanir
Hér verður að lokum getið tveggja annarra smærri tíðnikannana á íslensku nú-
tímamáli.
Indriði Gíslason og Sigríður Valgeirsdóttir birtu niðurstöður úr könnun á
tíðni viðtengingarháttar í þátíð í fyrsta árgangi tímaritsins íslenskt mál árið
1979. Eins og Ársæll Sigurðsson höfðu þau Indriði og Sigríður kennslufræðileg
sjónarmið að leiðarljósi við gerð könnunarinnar (Indriði Gíslason og Sigríður
Valgeirsdóttir 1979:107-8):
Kennurum og verðandi kennurum þótti forvitnilegt að kanna tíðni við-
tengingarháttar í þátíð en vitað er að í móðurmálskennslu fer umtalsverður
tími til að kenna rithátt slíkra sagnmynda. Verður nemendum einkum
villugjarnt í vth. þt. af sterkum sögnum en sé tekið mið af kennslubókum í
stafsetningu og samræmdum prófum í þeirri grein virðist miklu púðri eytt
á ýmsar orðmyndir af þessu tagi án tillits til tíðni þeirra.
Efniviður könnunarinnar var annars vegar 40 tölublöð fjögurra dagblaða frá
árinu 1975, alls 49.371,7 dálksentimetrar, og hins vegar 16 tölublöð fjögurra dag-
blaða frá árinu 1925, alls 7.673,8 dálksentimetrax. Reiknaður fjöldi lesmálsorða
út frá fjölda dálksentimetra er 738.106,9 frá árinu 1975 og 114.723,4 frá árinu
1925.
Helstu niðurstöður eru þær að sagnirnar vera, hafa og verða komi oftast fyrir
í viðtengingarhætti í þátíð og eru þær samanlagt 57,6% allra sagna í viðtenging-
arhætti í þátíð árið 1925 og 63% árið 1975. Þá draga þau Indriði og Sigríður þær
ályktanir af niðurstöðum sínum að ekki verði ráðið að notkun viðtengingarháttar
í þátíð fari dvínandi. I töflu 32 í kafla 6.7 er að finna samanburð við niðurstöður
könnunax OH um algengustu sagnir í viðtengingarhætti í þátíð.
Þá má að lokum geta talningar Björns Ellertssonar (1983) Skrá um nokkrar
algengar orðmyndir í íslensku þar sem Björn taldi lesmálsorð og orðmyndir í
átta bókum ásamt leiðurum þriggja dagblaða frá fjögurra mánaða tímabili árið
1970, alls um 594.000 lesmálsorð. Skrá Björns er í þrennu lagi: I fyrsta lagi þær
orðmyndir sem náðu tíðninni 19, í öðru lagi þær sem náðu tíðninni 47 og í þriðja
lagi þær orðmyndir sem komu fyrir í öllum textunum, alls 227 orðmyndir.
4 Efniviður
Þá er komið að því að lýsa tíðnikönnun OH, fyrst efnivið könnunarinnar í þessum
kafla en síðan úrvinnslu í 5. kafla og helstu niðurstöðum í 6. kafla. Efniviður könn-
unarinnar var valinn með það í huga að hafa textana af sem fjölbreytilegustum
toga en jafnframt og ekki síður að velja viðráðanlegan skammt með tilliti til
2