Orð og tunga - 01.06.1988, Síða 22
10
Orð og tunga
þeirrar ítarlegu úrvinnslu sem lýst verður í 5. kafla. Ellefu textar úr textasafni
OH urðu fyrir valinu, þrír þeirra úr skáldsögum en hinir átta úr mismunandi
efnisflokkum. Þessir textar eru:
1. Jón Jónsson. Jarðsaga svæðisins milli Selvogsgötu og Þrengsla. Árbók
Ferðafélags íslands 1985. Bls. 63-82.
2. Erlendur Haraldsson. Þessa heims og annars. Könnun á dulrænni reynslu
Islendinga, trúarviðhorfum og þjóðtrú. Bls. 72-83. Bókaforlagið Saga,
Reykjavík. 1978.
3. Björn Þorsteinsson. Baráttan um íslandsmið. Á fornum slóðum og nýjum.
Greinasafn gefið út í tilefni sextugsafmælis höfundar 20. mars 1978. Bls.
29-49. Sögufélag, Reykjavík.
4. Sigurður A. Magnússon. Undir kalstjörnu. Uppvaxtarsaga. Bls. 87-104.
Mál og menning, Reykjavík. 1979.
5. Drífa Pálsdóttir. Réttarstaða barna að íslenzkum lögum. Ulfljótur 4. tbl.
1980 XXXIII árg. Bls. 155-164. Orator, félag laganema, Háskóla íslands,
Reykjavík.
6. Sigurbjörn Einarsson. Af hverju, afi? Talað við börn í jólahug. Bls. 34-53.
Útgáfan Skálholt, Reykjavík. 1983.
7. Hermann Másson. Froskmaðurinn. Bls. 3-18. Forlagið, Reykjavík. 1985.
8. Guðlaugur Arason. Sóla Sóla. Skáldsaga. Bls. 5-21. Mál og menning,
Reykjavík. 1985.
9. Árni Böðvarsson. Málrækt, bókmenntir og fjölmiðlar. Erindi á aðalfundi
Hins íslenska bókmenntafélags 11. desember 1982. Skírnir. Tímarit Hins
íslenska bókmenntafélags 157. ár, 1983. Bls. 91-98.
10. Hjörleifur Guttormsson. Vistkreppa eða náttúruvernd. Bls. 145-167. Mál
og menning, Reykjavík. 1974.
11. Hörður Bergmann (ritstj.). Fréttabréf um vinnuvernd 1:1984. Bls. 1-8.
Vinnueftirlit ríkisins, Reykjavík.
5 Úrvinnsla
5.1 Meðferð textanna
I þessum kafla verður fjallað um úrvinnslu textanna sem taldir voru upp í 4.
kafla, fyrst um meðferð þeirra áður en til eiginlegrar úrvinnslu kom og svo í
kafla 5.2 um hina ítarlegu málfræðigreiningu sem framkvæmd var á textunum.
Áður en til eiginlegrar úrvinnslu kom voru textarnir meðliöndlaðir á eftirfar-
andi hátt: Fyrst var hver texti bútaður niður á milli stafbila þannig að aðeins
eitt lesmálsorð kom í hverja línu. (Frá þessu var þó vikið í örfáum tilvikum, sjá